Fólk afþakkar AstraZeneca en Þórólfur segir ekkert að óttast Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. apríl 2021 20:01 Þórólfur Guðnason segir marga hikandi við að taka við bóluefni AstraZeneca en hann ætlar sjálfur að þyggja það. Vísir Dæmi eru um að fólk afþakki bóluefni frá AstraZeneca en sóttvarnalæknir segir ekkert að óttast og mun sjálfur þiggja bóluefni frá framleiðandanum í vikunni. Mikið álag hefur verið á símkerfi almannavarna vegna áhyggja fólks af bóluefninu. Sex greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir utan sóttkvíar. Vegur þar þyngst hópsmit sem kom upp í útgerðarfyrirtækinu Ramma en þar greindust fjórir starfsmenn landvinnslunnar í gærkvöldi. Unnið er að smitrakningu en tveir þeirra búa í Árborg og hinir í Ölfusi. „En við höfum ekki enn þurft að grípa til neinna lokana og erum enn að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Þá verður met slegið í bólusetningum í vikunni þegar ríflega 23 þúsund manns fá sprautu. Nokkuð hefur borið á áhyggjum vegna bóluefnis AstraZeneca, sem hefur verið í fréttum vegna tilfella um blóðtappa. „Það er ósköp eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af þessu AstraZeneca bóluefni, það er búið að vera mikið í umræðunni og það er búið að vera mikið rætt um það í tengslum við blóðsega og blæðingavandamál. En þegar málið er gert upp eru þessi blóðsega og blæðingarvandamál eftir AstraZeneca bóluefnið mjög sjaldgæf,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Fólk eldra en sextíu ára fær bóluefnið en ekki konur undir 55 ára. Þórólfur segir að búið sé að velja út þann hóp sem sé í eins lítilli áhættu og mögulegt er. „Ég tel að bóluefnið sé öruggt og mjög virkt,“ segir Þórólfur. Mjög margir hikandi með að taka AstraZeneca Þórólfur segir að mikið álag hafi verið á símkerfið síðustu daga. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu margir hafa afþakkað það en það eru margir sem eru hikandi núna,“ segir Þórólfur. Danir hyggjast ekki nota bóluefnið og Norðmenn hafa gefið sér frest til að ákveða það, að „Það eru bara tvær þjóðir sem hafa stoppað að nota þetta bóluefni, það eru Danir og Norðmenn. Allar aðrar þjóðir halda áfram að nota það og hví skyldum við ekki fara eftir þeim, þessum mikla meirihluta sem hefur skoðað þetta? Ég held að það sé skynsamlegra.“ Verður þú ekki sjálfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni? „Jú, með AstraZeneca og það er ekkert hik á mér í því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19 104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. 26. apríl 2021 08:55 Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ 26. apríl 2021 08:23 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Sex greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir utan sóttkvíar. Vegur þar þyngst hópsmit sem kom upp í útgerðarfyrirtækinu Ramma en þar greindust fjórir starfsmenn landvinnslunnar í gærkvöldi. Unnið er að smitrakningu en tveir þeirra búa í Árborg og hinir í Ölfusi. „En við höfum ekki enn þurft að grípa til neinna lokana og erum enn að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Þá verður met slegið í bólusetningum í vikunni þegar ríflega 23 þúsund manns fá sprautu. Nokkuð hefur borið á áhyggjum vegna bóluefnis AstraZeneca, sem hefur verið í fréttum vegna tilfella um blóðtappa. „Það er ósköp eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af þessu AstraZeneca bóluefni, það er búið að vera mikið í umræðunni og það er búið að vera mikið rætt um það í tengslum við blóðsega og blæðingavandamál. En þegar málið er gert upp eru þessi blóðsega og blæðingarvandamál eftir AstraZeneca bóluefnið mjög sjaldgæf,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Fólk eldra en sextíu ára fær bóluefnið en ekki konur undir 55 ára. Þórólfur segir að búið sé að velja út þann hóp sem sé í eins lítilli áhættu og mögulegt er. „Ég tel að bóluefnið sé öruggt og mjög virkt,“ segir Þórólfur. Mjög margir hikandi með að taka AstraZeneca Þórólfur segir að mikið álag hafi verið á símkerfið síðustu daga. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu margir hafa afþakkað það en það eru margir sem eru hikandi núna,“ segir Þórólfur. Danir hyggjast ekki nota bóluefnið og Norðmenn hafa gefið sér frest til að ákveða það, að „Það eru bara tvær þjóðir sem hafa stoppað að nota þetta bóluefni, það eru Danir og Norðmenn. Allar aðrar þjóðir halda áfram að nota það og hví skyldum við ekki fara eftir þeim, þessum mikla meirihluta sem hefur skoðað þetta? Ég held að það sé skynsamlegra.“ Verður þú ekki sjálfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni? „Jú, með AstraZeneca og það er ekkert hik á mér í því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19 104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. 26. apríl 2021 08:55 Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ 26. apríl 2021 08:23 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19
104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. 26. apríl 2021 08:55
Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ 26. apríl 2021 08:23