Hazard-ljósin gætu loks kviknað í kvöld gegn liðinu þar sem þau loguðu skært Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 14:01 Eden Hazard á ferðinni gegn Real Betis um helgina. Getty/Manu Reino Eftir að hafa spilað svo vel hjá Chelsea og verið einn albesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur Eden Hazard verið í felum í Madrídarborg. Það gæti hugsanlega breyst í kvöld þegar Real Madrid og Chelsea mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hazard var seldur fyrir fúlgur fjár frá Chelsea til Real fyrir tveimur árum. Þá hafði hann meðal annars verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15, orðið tvisvar Englandsmeistari og skorað 110 mörk á sjö leiktíðum. Hjá Real hefur Hazard skorað fjögur mörk. Ástæðan fyrir því hve Hazard hefur gengið illa er fyrst og fremst tíð og erfið meiðsli. Ekki bara langvinn ökklameiðsli heldur auk þess tognanir í lærum, kálfum og nára. Þess vegna hefur hann bara náð að byrja 20 leiki í spænsku 1. deildinni, á tveimur leiktíðum. Hazard hefur hins vegar fengið góðan tíma til að jafna sig af síðustu meiðslum. Hann fékk að sitja hjá í einvíginu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum en hefur getað æft af fullum krafti undanfarið. Hann lék svo sinn fyrsta leik í yfir 40 daga, í markalausa jafnteflinu gegn Real Betis um helgina. Belginn kom inn á þegar korter var eftir en náði ekki frekar en aðrir að tryggja Real nauðsynlegan sigur. „Hann var með neista, orku. Hann fann engan sársauka og tilfinningin er góð,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real. Markvörðurinn Thibaut Courtois, sem var liðsfélagi Hazards hjá Chelsea, tók í sama streng: „Maður gat séð það að hann er í góðu formi. Hann hefur æft með okkur síðustu 2-3 vikur og litið afskaplega vel út,“ sagði Courtois. Hazard var algjör hetja hjá Chelsea og missti aðeins af 18 leikjum vegna meiðsla allan þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann hefur þegar misst af 45 leikjum hjá Real og líklegt verður að teljast að hann verði á varamannabekknum í kvöld, að minnsta kosti framan af leik. Leikur Real Madrid og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst kl. 18.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira
Hazard var seldur fyrir fúlgur fjár frá Chelsea til Real fyrir tveimur árum. Þá hafði hann meðal annars verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15, orðið tvisvar Englandsmeistari og skorað 110 mörk á sjö leiktíðum. Hjá Real hefur Hazard skorað fjögur mörk. Ástæðan fyrir því hve Hazard hefur gengið illa er fyrst og fremst tíð og erfið meiðsli. Ekki bara langvinn ökklameiðsli heldur auk þess tognanir í lærum, kálfum og nára. Þess vegna hefur hann bara náð að byrja 20 leiki í spænsku 1. deildinni, á tveimur leiktíðum. Hazard hefur hins vegar fengið góðan tíma til að jafna sig af síðustu meiðslum. Hann fékk að sitja hjá í einvíginu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum en hefur getað æft af fullum krafti undanfarið. Hann lék svo sinn fyrsta leik í yfir 40 daga, í markalausa jafnteflinu gegn Real Betis um helgina. Belginn kom inn á þegar korter var eftir en náði ekki frekar en aðrir að tryggja Real nauðsynlegan sigur. „Hann var með neista, orku. Hann fann engan sársauka og tilfinningin er góð,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real. Markvörðurinn Thibaut Courtois, sem var liðsfélagi Hazards hjá Chelsea, tók í sama streng: „Maður gat séð það að hann er í góðu formi. Hann hefur æft með okkur síðustu 2-3 vikur og litið afskaplega vel út,“ sagði Courtois. Hazard var algjör hetja hjá Chelsea og missti aðeins af 18 leikjum vegna meiðsla allan þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann hefur þegar misst af 45 leikjum hjá Real og líklegt verður að teljast að hann verði á varamannabekknum í kvöld, að minnsta kosti framan af leik. Leikur Real Madrid og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst kl. 18.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira