Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 09:06 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki lagt fram áætlanir um að skikka Bandaríkjamenn til að draga úr kjötneyslu. AP/Andrew Harnik Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. Áköll um að Biden haldi sig frá eldhúsum Bandaríkjamanna heyrðust um helgina frá áhrifamiklum íhaldsmönnum, þingmönnum, ríkisstjórum og jafnvel í fjölmiðlum. Sérstaklega í þáttum Fox News um helgina. Meðal þeirra sem tjáðu sig var umdeilda þingkonan Lauren Boebert. Joe Biden s climate plan includes cutting 90% of red meat from our diets by 2030. They want to limit us to about four pounds a year. Why doesn t Joe stay out of my kitchen?— Lauren Boebert (@laurenboebert) April 24, 2021 Sjónvarpsmaðurinn Larry Kudlow á Fox, sem starfaði áður sem efnahagsráðgjafi Donalds Trumps, varaði við því um helgina að Bandaríkjamönnum yrði bannað að borða hamborgara og steikur á 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Þess í stað yrðu þeir að grilla grænmeti og yrðu þvingaðir til að drekka bjór sem gerður væri úr einhverskonar plöntum, eins og bjór er yfirleitt gerður. Nokkrir aðrir þáttastjórnendur Fox tóku undir þennan málflutning um helgina. Staðhæfingar um að Biden ætli sér að stela kjöti af borðum Bandaríkjamanna eiga þó ekki stoð í raunveruleikanum. Var það viðurkennt á Fox í gær að málflutningurinn um að Biden ætlaði að svo gott sem stöðva neyslu kjöts væri rangur. Þingmaðurinn Madison Cawthorn tísti einnig um ásakanirnar og sakaði hann Biden um að vera keisara sem ætlaði sér að stöðva það að haldið yrði upp á þjóðhátíðardaginn og þar að auki banna fólki að fá sér hamborgara. Not only does Emperor Biden not want us to celebrate the 4th of July, now he doesn't want us to have a burger on that day either.Retweet if you re still doing both because this is America! — Madison Cawthorn (@CawthornforNC) April 25, 2021 Donald Trump yngri hefur einnig tjáð sig um hinar ímynduðu ætlanir Bidens og sagt að hann borði á einum degi það sem Biden ætli sér að leyfa fólki að borða af kjöti á mánuði. Minnst tveir ríkisstjórar, Greg Abbott frá Texas og Brad Little frá Idaho deildu grafík frá Fox og sögðu bann við kjöti ekki koma til greina. Uppruni þessara lyga virðist eiga rætur í misvísandi og rangri grein Daily Mail þar sem rannsókn frá 2020 var sett í samhengi við væntanlegar umhverfisverndaraðgerðir Bidens, jafnvel þó engin tengsl væru þar á milli. Umrædd rannsókn fjallaði um það að Bandaríkjamenn gætu dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr kjötneyslu og var birt löngu áður en Biden tók við embætti. Biden hefur ekki opinberað neinar áætlanir um að draga úr kjötneyslu. Áætlanir hans um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2030, snúa ekki að landbúnaði, eins og farið er yfir í grein Politico. Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra, staðfesti það í gær og haf hann í skyn að Repúblikanar væru að dreifa lygum, vitandi að þær væru ósannar. Innan veggja Hvíta hússins hefur mönnum þótt þessar ásakanir kómískar og hefur verið litið á þær sem staðfestingu þess að Repúblikanar eigi í miklu basli með að ná höggi á forsetann, samkvæmt heimildum Washington Post. Starfsmenn Hvíta hússins hafa tíst myndum af forsetanum við grillið og gert lítið úr rangfærslunum. https://t.co/8cS03aRzoY pic.twitter.com/x0C9bXc7Y2— Mike Gwin (@MGwin46) April 25, 2021 Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Áköll um að Biden haldi sig frá eldhúsum Bandaríkjamanna heyrðust um helgina frá áhrifamiklum íhaldsmönnum, þingmönnum, ríkisstjórum og jafnvel í fjölmiðlum. Sérstaklega í þáttum Fox News um helgina. Meðal þeirra sem tjáðu sig var umdeilda þingkonan Lauren Boebert. Joe Biden s climate plan includes cutting 90% of red meat from our diets by 2030. They want to limit us to about four pounds a year. Why doesn t Joe stay out of my kitchen?— Lauren Boebert (@laurenboebert) April 24, 2021 Sjónvarpsmaðurinn Larry Kudlow á Fox, sem starfaði áður sem efnahagsráðgjafi Donalds Trumps, varaði við því um helgina að Bandaríkjamönnum yrði bannað að borða hamborgara og steikur á 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Þess í stað yrðu þeir að grilla grænmeti og yrðu þvingaðir til að drekka bjór sem gerður væri úr einhverskonar plöntum, eins og bjór er yfirleitt gerður. Nokkrir aðrir þáttastjórnendur Fox tóku undir þennan málflutning um helgina. Staðhæfingar um að Biden ætli sér að stela kjöti af borðum Bandaríkjamanna eiga þó ekki stoð í raunveruleikanum. Var það viðurkennt á Fox í gær að málflutningurinn um að Biden ætlaði að svo gott sem stöðva neyslu kjöts væri rangur. Þingmaðurinn Madison Cawthorn tísti einnig um ásakanirnar og sakaði hann Biden um að vera keisara sem ætlaði sér að stöðva það að haldið yrði upp á þjóðhátíðardaginn og þar að auki banna fólki að fá sér hamborgara. Not only does Emperor Biden not want us to celebrate the 4th of July, now he doesn't want us to have a burger on that day either.Retweet if you re still doing both because this is America! — Madison Cawthorn (@CawthornforNC) April 25, 2021 Donald Trump yngri hefur einnig tjáð sig um hinar ímynduðu ætlanir Bidens og sagt að hann borði á einum degi það sem Biden ætli sér að leyfa fólki að borða af kjöti á mánuði. Minnst tveir ríkisstjórar, Greg Abbott frá Texas og Brad Little frá Idaho deildu grafík frá Fox og sögðu bann við kjöti ekki koma til greina. Uppruni þessara lyga virðist eiga rætur í misvísandi og rangri grein Daily Mail þar sem rannsókn frá 2020 var sett í samhengi við væntanlegar umhverfisverndaraðgerðir Bidens, jafnvel þó engin tengsl væru þar á milli. Umrædd rannsókn fjallaði um það að Bandaríkjamenn gætu dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr kjötneyslu og var birt löngu áður en Biden tók við embætti. Biden hefur ekki opinberað neinar áætlanir um að draga úr kjötneyslu. Áætlanir hans um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2030, snúa ekki að landbúnaði, eins og farið er yfir í grein Politico. Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra, staðfesti það í gær og haf hann í skyn að Repúblikanar væru að dreifa lygum, vitandi að þær væru ósannar. Innan veggja Hvíta hússins hefur mönnum þótt þessar ásakanir kómískar og hefur verið litið á þær sem staðfestingu þess að Repúblikanar eigi í miklu basli með að ná höggi á forsetann, samkvæmt heimildum Washington Post. Starfsmenn Hvíta hússins hafa tíst myndum af forsetanum við grillið og gert lítið úr rangfærslunum. https://t.co/8cS03aRzoY pic.twitter.com/x0C9bXc7Y2— Mike Gwin (@MGwin46) April 25, 2021
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira