Erlent

Sænskir hæg­sjón­varps­áhorf­endur fylgdust með fyrstu elgunum þvera fljótið

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrstu elgirnir stungu sér til sunds klukkan 16:06 að staðartíma í gær.
Fyrstu elgirnir stungu sér til sunds klukkan 16:06 að staðartíma í gær.

Sænskir sjónvarpsáhorfendur fengu loks að sjá fyrstu elgina synda yfir Ångermanfljót í norðurhluta landsins í gær. Sænska ríkisútvarpið hefur síðustu ár verið með sjónvarpsútsendingu, svokallað hægsjónvarp, á vorin frá þeim stað þar sem elgirnir þvera alla jafna fljótið á leið sinni norður á bóginn.

Fyrstu elgirnir stungu sér til sunds klukkan 16:06 að staðartíma í gær, og mátti þar sjá fjóra elgi þvera fjótið. Umræddir elgir þveruðu nú fljótið degi fyrr en fyrstu elgirnir á síðasta ári.

Útsending SVT, „Stóra elgagangan“, hófst 18. apríl síðastliðinn, en útsendingin stendur í alls 520 klukkutíma.

Sjónvarpsáhorfendur urði líka vitni af mikilli dramatík þegar fimmti elgurinn í hópnum, sem hafði orðið eftir á syðri bakka árinnar, féll í gegnum ísinn og þurfti að berjast fyrir lífi sínu til að komast aftur á þurrt. 

Sjá má myndband af atvikinu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×