Innlent

Tilkynningum um vanrækslu og ofbeldi gegn börnum hefur fjölgað í faraldrinum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fleiri tilkynningar hafa borist í faraldrinum vegna vanrækslu og/eða ofbeldis gegn börnum.
Fleiri tilkynningar hafa borist í faraldrinum vegna vanrækslu og/eða ofbeldis gegn börnum.

Tilkynningum um vanrækslu barna fjölgaði um 19,2 prósent á 12 mánuðum eftir skilgreindan upphafspunkt kórónuveirufaraldursins, 1. mars 2020. Árin þar á undan hafði fjölgunin verið, að meðaltali, um 10 til 11 prósent milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Barnaverndarstofu.

Þar segir einnig að frá 1. mars 2020 hafi borist óvenju margar tilkynningar í hverjum mánuði vegna ofbeldis gegn börnum. Meðalfjöldi tilkynninga á mánuði fram til 28. febrúar 2021 var þannig 315, sem er um eða yfir hæsta gildi áranna á undan.

Þá segir einnig að tilkynningum um að heilsu eða lífi ófædds barns væri stefnt í hættu fjölgaði úr 88 á tímabilinu 1. mars 2019 til 29. febrúar 2020 í 148 á tímabilinu 1. mars 2020 til 28. febrúar 2021.

Þetta er 68,2 prósent aukning.

„Barnaverndartilkynningar, þar sem óttast er að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu, eru almennt fáar, á milli 5-10 í mánuði á landsvísu. Þar sem um tiltölulegar fáar tilkynningar er að ræða geta breytingar á milli mánaða eða jafnvel ára verið nokkuð skarpar. Því er mikilvægt að líta yfir lengra tímabil til að átta sig á hvort um sé að ræða raunverulega aukningu eftir skilgreint upphafstímabil COVID-19 faraldursins,“ segir í skýrslu Barnaverndarstofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×