Ekki búin að loka landsliðsdyrunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 12:00 Sif Atladóttir hefur leikið með íslenska landsliðinu á þremur Evrópumótum. vísir/bára Sif Atladóttir stefnir ótrauð á að endurheimta sæti sitt í íslenska landsliðinu. Hún lék sinn fyrsta leik með Kristianstad í eitt og hálft ár um helgina. Sif eignaðist sitt annað barn í september í fyrra. Sif var ekki valin í fyrsta landsliðshóp nýs landsliðsþjálfara, Þorsteins Halldórssonar, enda ekki í neinni leikæfingu. Hún ætlar sér hins vegar að komast aftur í landsliðið og bæta við þá 82 landsleiki sem hún hefur spilað. „Ég fann það alveg í fyrra, áður en ég átti, að ég er ekki alveg búin með landsliðinu. En svo er það bara Steina að velja mig þegar þar að kemur,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif verður 36 ára um miðjan júlí. Hún telur sig geta hjálpað landsliðinu á næstu árum. „Það er markmið en fyrsta skrefið er að koma mér til baka með Kristianstad. Og ef ég stend mig þar veit ég að ég banka á einhverjar dyr. Ég er alls ekki búin að loka dyrunum að landsliðinu. Það er ofboðslega spennandi uppbygging þar og ég held að ég gæti aðstoðað með eitthvað þar, með mína reynslu. Kári Árnason hefur alveg sýnt að maður getur spilað langt fram eftir,“ sagði Sif sem er þremur árum yngri en Kári. „Ég á allavega tvö til þrjú ár eftir,“ bætti Sif við og hló. „Ef mitt tímaplan heldur og ég verð komin í mitt fyrra form í haust ætti ég að geta látið vita af mér þá. Svo er það landsliðsþjálfaranna að velja hópinn.“ Sif leist vel á það sem hún sá til íslenska liðið í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu fyrr í þessum mánuði. „Steini notaði marga leikmenn sem hafa ekki spilað mikið með landsliðinu. Mér fannst liðið skipulagt og agað og það var ofboðslega gaman að sjá alla leikmennina sem fóru í atvinnumennsku í vetur. Þeirra leikur hefur þróast mjög hratt sem er jákvætt og rosalega gott fyrir landsliðið,“ sagði Sif. „Mér fannst þetta líta rosalega vel út. Það var gott að fá þessa leiki áður en undankeppnin hefst í haust og svo er enn heilt ár í EM.“ EM 2021 í Englandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Sif var ekki valin í fyrsta landsliðshóp nýs landsliðsþjálfara, Þorsteins Halldórssonar, enda ekki í neinni leikæfingu. Hún ætlar sér hins vegar að komast aftur í landsliðið og bæta við þá 82 landsleiki sem hún hefur spilað. „Ég fann það alveg í fyrra, áður en ég átti, að ég er ekki alveg búin með landsliðinu. En svo er það bara Steina að velja mig þegar þar að kemur,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif verður 36 ára um miðjan júlí. Hún telur sig geta hjálpað landsliðinu á næstu árum. „Það er markmið en fyrsta skrefið er að koma mér til baka með Kristianstad. Og ef ég stend mig þar veit ég að ég banka á einhverjar dyr. Ég er alls ekki búin að loka dyrunum að landsliðinu. Það er ofboðslega spennandi uppbygging þar og ég held að ég gæti aðstoðað með eitthvað þar, með mína reynslu. Kári Árnason hefur alveg sýnt að maður getur spilað langt fram eftir,“ sagði Sif sem er þremur árum yngri en Kári. „Ég á allavega tvö til þrjú ár eftir,“ bætti Sif við og hló. „Ef mitt tímaplan heldur og ég verð komin í mitt fyrra form í haust ætti ég að geta látið vita af mér þá. Svo er það landsliðsþjálfaranna að velja hópinn.“ Sif leist vel á það sem hún sá til íslenska liðið í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu fyrr í þessum mánuði. „Steini notaði marga leikmenn sem hafa ekki spilað mikið með landsliðinu. Mér fannst liðið skipulagt og agað og það var ofboðslega gaman að sjá alla leikmennina sem fóru í atvinnumennsku í vetur. Þeirra leikur hefur þróast mjög hratt sem er jákvætt og rosalega gott fyrir landsliðið,“ sagði Sif. „Mér fannst þetta líta rosalega vel út. Það var gott að fá þessa leiki áður en undankeppnin hefst í haust og svo er enn heilt ár í EM.“
EM 2021 í Englandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira