„Vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. apríl 2021 10:31 Nóg að gera hjá Dóra DNA þessa dagana. Halldór Laxness Halldórsson þekkja flestir sem Dóra DNA. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður. Halldór er rithöfundur, veitingamaður, grínisti, leikari, dramatúrg, sjónvarpsmaður og margt fleira. Hann fór af stað með nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 á dögunum og kallast þeir einfaldlega Skítamix. Í þáttunum tekur Dóri mannleg og skemmtileg viðtöl við þekkta Íslendinga sem eru í miðjum framkvæmdum. Halldór er nokkuð handlaginn þó hann vilji ekki gera mikið úr þeim hæfileika sjálfur. Við hittum Dór á dögunum fyrir utan frægan skúr við heimili hans í Skerjafirðinum. „Ég verð að leiðrétta einn misskilning en þeir sem hafa spurt mig út í þennan þátt halda að þessi þáttur fjalli um hvað ég er handlaginn en þetta er eiginlega þáttur sem fjallar um hið gagnstæða. Þetta fjallar um hvað ég er til í verkefnin án þess að kunna þau og þetta átti að vera einhverskonar hvatning, það var biðröð í Byko allt Covid. Fólk var að stússast á heimili sínu og okkur langaði að gera einhvern svona framkvæmdarþátt og bara kjafta við fólk,“ segir Halldór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Dóri hefur sjálfur mikinn áhuga á smíðum og hefur smíðað allskyns húsgögn á heimili sínu. En hvaðan kemur þessi áhugi? „Hann kemur af óöryggi mínu við það að vera karlmaður,“ segir Dóri í hlær. „Sérstaklega í nútímanum finna sér allir karlar eitthvað karlalegt að gera hvort sem það er að fara í veiði eða útreiðartúr, þar sem þeir fá að vera eitthvað sem þeir eru kannski ekki. Það er gaman að fara í vestið og buxurnar og bralla.“ Dóri segir að það sé mjög þægilegt að taka viðtal við manneskju sem er í miðjum framkvæmdum. Þá sé auðveldara að fá fólk til að opna sig. „Þú kemst svolítið nálægt fólki þegar þú ferð heim til þeirra og sérð hvernig það býr. Þú færð alltaf að vita hvernig persónur eru á bak við þetta og hvað þær eru að sýsla á heimilum sínum.“ Dóri mun í seríunni fara heim til sjónvarpsmannsins Helga Seljan. „Ég vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan, það bara klúðraðist. Svolítið leiðinlegt að Kveiksmaðurinn sé með eitthvað á mann.“ Sama leyfi fyrir barnum og fjölbýlishúsi Dóri opnaði á dögunum kaffihús og vínstofu sem nefnist Mikki refur og er við Hverfisgötu. Þar tók hann sjálfur til hendinni og innréttaði staðinn mikið til sjálfur. „Barinn er smíðaður af mér og föður mínum. Ég fékk flísara, rafvirkja og pípara en annars gerðum við allt sjálf. Þetta var erfitt en það var aðallega út af leyfismálum í Reykjavík, ég þurfti t.d. samskonar leyfi fyrir þessu barborði og þú þarft fyrir fjölbýlishúsi og það var tekið upp í nefndum.“ Dóri hefur í mörg ár verið einn vinsælasti grínisti landsins og mikið komið fram sem uppistandari. Hann ákvað rétt fyrir heimsfaraldur að taka sér smá pásu. Hann er núna orðin spenntur fyrir því að koma aftur fram og til í það þegar heimsfaraldurinn endar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Halldór er rithöfundur, veitingamaður, grínisti, leikari, dramatúrg, sjónvarpsmaður og margt fleira. Hann fór af stað með nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 á dögunum og kallast þeir einfaldlega Skítamix. Í þáttunum tekur Dóri mannleg og skemmtileg viðtöl við þekkta Íslendinga sem eru í miðjum framkvæmdum. Halldór er nokkuð handlaginn þó hann vilji ekki gera mikið úr þeim hæfileika sjálfur. Við hittum Dór á dögunum fyrir utan frægan skúr við heimili hans í Skerjafirðinum. „Ég verð að leiðrétta einn misskilning en þeir sem hafa spurt mig út í þennan þátt halda að þessi þáttur fjalli um hvað ég er handlaginn en þetta er eiginlega þáttur sem fjallar um hið gagnstæða. Þetta fjallar um hvað ég er til í verkefnin án þess að kunna þau og þetta átti að vera einhverskonar hvatning, það var biðröð í Byko allt Covid. Fólk var að stússast á heimili sínu og okkur langaði að gera einhvern svona framkvæmdarþátt og bara kjafta við fólk,“ segir Halldór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Dóri hefur sjálfur mikinn áhuga á smíðum og hefur smíðað allskyns húsgögn á heimili sínu. En hvaðan kemur þessi áhugi? „Hann kemur af óöryggi mínu við það að vera karlmaður,“ segir Dóri í hlær. „Sérstaklega í nútímanum finna sér allir karlar eitthvað karlalegt að gera hvort sem það er að fara í veiði eða útreiðartúr, þar sem þeir fá að vera eitthvað sem þeir eru kannski ekki. Það er gaman að fara í vestið og buxurnar og bralla.“ Dóri segir að það sé mjög þægilegt að taka viðtal við manneskju sem er í miðjum framkvæmdum. Þá sé auðveldara að fá fólk til að opna sig. „Þú kemst svolítið nálægt fólki þegar þú ferð heim til þeirra og sérð hvernig það býr. Þú færð alltaf að vita hvernig persónur eru á bak við þetta og hvað þær eru að sýsla á heimilum sínum.“ Dóri mun í seríunni fara heim til sjónvarpsmannsins Helga Seljan. „Ég vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan, það bara klúðraðist. Svolítið leiðinlegt að Kveiksmaðurinn sé með eitthvað á mann.“ Sama leyfi fyrir barnum og fjölbýlishúsi Dóri opnaði á dögunum kaffihús og vínstofu sem nefnist Mikki refur og er við Hverfisgötu. Þar tók hann sjálfur til hendinni og innréttaði staðinn mikið til sjálfur. „Barinn er smíðaður af mér og föður mínum. Ég fékk flísara, rafvirkja og pípara en annars gerðum við allt sjálf. Þetta var erfitt en það var aðallega út af leyfismálum í Reykjavík, ég þurfti t.d. samskonar leyfi fyrir þessu barborði og þú þarft fyrir fjölbýlishúsi og það var tekið upp í nefndum.“ Dóri hefur í mörg ár verið einn vinsælasti grínisti landsins og mikið komið fram sem uppistandari. Hann ákvað rétt fyrir heimsfaraldur að taka sér smá pásu. Hann er núna orðin spenntur fyrir því að koma aftur fram og til í það þegar heimsfaraldurinn endar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira