Innlent

Hópsýking í Þorlákshöfn og veikindi um borð í Þórsnesi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm

Fjögur ný kórónuveirusmit greindust í Þorlákshöfn í gær. „„Brauðið er ekki komið úr ofn­in­um, það er enn verið að skoða þetta. Það er staðfest að ein­hverj­ir eru með smit en þetta er ekki stór hóp­ur,“ hefur Morgunblaðið eftir Elliða Vign­is­syni, bæj­ar­stjóra í Ölfusi.

Hann segist gera ráð fyrir því að nokkuð stór hópur þurfi að fara í sóttkví en smitið virðist hins vegar afmarkað. Ekki liggur fyrir hvort smituðu voru í sóttkví við greiningu.

Þá hefur mbl.is greint frá því að átta skipverjar um borð í línuskipinu Þórsnes séu veikir og að áhöfnin fari í sýnatökur nú í morgunsárið. Verða skipverjar í sóttkví um borð þangað til en skipið varð vélarvana norður af Langanesi í gær og var dregið til hafnar af varðskipinu Þór.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×