Þakklátir Húsvíkingar moka peningum í RÚV Snorri Másson skrifar 25. apríl 2021 19:12 Heimsfrægð er handan við hornið fyrir Húsavík, sem á lag á Óskarsverðlaununum í kvöld. Húsvíkingar opna hátíðina klukkan 22.38. Vísir/Vilhelm Óskarsverðlaunin verða sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld eftir að samningar náðust við Disney á síðustu stundu. Húsvíkingar fagna því vitanlega mjög að verðlaunahátíðin verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi og í þakklætisskyni við RÚV fyrir að hafa landað samningunum, fylltu húsvísk fyrirtæki auglýsingapláss kvöldsins. „Það var bara einhver samtakamáttur sem greip um sig hjá okkur af því að RÚV fékk ósanngjarnan díl á þessu, þannig að allir keyptu bara auglýsingar fyrir kvöldið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri á Húsavík sem hefur haft mikla aðkomu að málefnum Óskarsverðlaunanna í bænum undanfarið. „RÚV töluðu hart fyrir okkar máli til að fá sýningarréttinn en fengu hann á síðustu stundu, þannig að þeir gátu auðvitað ekki selt auglýsingar í þetta. Þess vegna vildu fyrirtæki hér sýna þakklæti. Þær verða áberandi auglýsingarnar frá Húsavík í kvöld og það hafa sennilega aldrei jafnmörg fyrirtæki frá bænum auglýst á einu kvöldi í sjónvarpinu,“ segir Örlygur. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið.Stöð 2 Upphitun hefst kl. 22.30 á RÚV í kvöld og sjálf verðlaunaathöfnin á miðnætti. Húsvíkingar opna hátíðina með sinni útgáfu af laginu Husavik úr Netflix-mynd Will Ferrel, þar sem stúlknakór bæjarins syngur með hinni sænsku Molly Sandén. Það atriði á að hefjast klukkan 22.38. Lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki frumsaminna sönglaga. Bærinn er orðinn heimsfrægur af þessum sökum og mun það verða til þess að auka hróðurinn ef hann hreppir styttuna, sem ætti að koma í ljós nokkru eftir miðnætti í kvöld. Íslendingar eiga annan fulltrúa á Óskarnum í kvöld, nefnilega Gísla Darra Halldórsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið. Hann er staddur í Los Angeles í Kaliforníu og mætir á hátíðina í kvöld. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Norðurþing Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Húsvíkingar fagna því vitanlega mjög að verðlaunahátíðin verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi og í þakklætisskyni við RÚV fyrir að hafa landað samningunum, fylltu húsvísk fyrirtæki auglýsingapláss kvöldsins. „Það var bara einhver samtakamáttur sem greip um sig hjá okkur af því að RÚV fékk ósanngjarnan díl á þessu, þannig að allir keyptu bara auglýsingar fyrir kvöldið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri á Húsavík sem hefur haft mikla aðkomu að málefnum Óskarsverðlaunanna í bænum undanfarið. „RÚV töluðu hart fyrir okkar máli til að fá sýningarréttinn en fengu hann á síðustu stundu, þannig að þeir gátu auðvitað ekki selt auglýsingar í þetta. Þess vegna vildu fyrirtæki hér sýna þakklæti. Þær verða áberandi auglýsingarnar frá Húsavík í kvöld og það hafa sennilega aldrei jafnmörg fyrirtæki frá bænum auglýst á einu kvöldi í sjónvarpinu,“ segir Örlygur. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið.Stöð 2 Upphitun hefst kl. 22.30 á RÚV í kvöld og sjálf verðlaunaathöfnin á miðnætti. Húsvíkingar opna hátíðina með sinni útgáfu af laginu Husavik úr Netflix-mynd Will Ferrel, þar sem stúlknakór bæjarins syngur með hinni sænsku Molly Sandén. Það atriði á að hefjast klukkan 22.38. Lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki frumsaminna sönglaga. Bærinn er orðinn heimsfrægur af þessum sökum og mun það verða til þess að auka hróðurinn ef hann hreppir styttuna, sem ætti að koma í ljós nokkru eftir miðnætti í kvöld. Íslendingar eiga annan fulltrúa á Óskarnum í kvöld, nefnilega Gísla Darra Halldórsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið. Hann er staddur í Los Angeles í Kaliforníu og mætir á hátíðina í kvöld.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Norðurþing Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00