Sprautur og tölvuleikir í Laugardalshöll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 13:30 Níu þúsund manns hafa fengið boð í bólusetningu á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Metvika verður í bólusetningum þessa vikuna þegar allt að níu þúsund manns fá sprautu á einum degi. Á sama tíma er von á ríflega sjö hundruð tölvuleikjaspilurum í Laugardalshöllina. Undirbúningur í Laugardalshöll er í fullum gangi enda hafa tæplega fimmtán þúsund manns fengið boð í bólusetningu þessa helgina. Um þrjú hundruð stólum hefur verið raðað skipulega upp í stóra sal hallarinnar en um fimmtíu starfsmenn frá heilsugæslunni, lögreglunni, slökkviliðinu og Öryggismiðstöðinni, svo dæmi séu tekin, koma að undirbúningnum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þetta er stærsta vikan hjá okkur hingað til þannig að það er mikill undirbúningur í gangi. Við höldum áfram að vera í Laugardalshöll og við munum bólusetja með Pfizer á þriðjudag og síðan með Astra Zeneca á miðvikudag og það verður stærsti dagurinn þar sem það hafa verið boðaðir hátt í níu þúsund manns,” segir Sigríður. Fólk á milli sextugs og sjötugs hefur fengið boð eftir helgi og fá þeir sem eru ekki með undirliggjandi sjúkdóma fá bóluefni Astra Zeneca og aðrir Pfizer. Bólusetningarnar hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig en yngra fólk fékk bóluefni í síðustu viku. „Það voru þessir forgangshópar sem eru fjölmennir og við erum líka byrjuð að bólusetja yngstu hópana, þá sem eru með alvarlegustu sjúkdómana,” segir Sigríður. Bólusetningarnar voru færðar í stóra sal Laugardalshallarinnar vegna eins stærsta rafíþróttamóts heims sem verður haldið þar í maí og stendur yfir í um fjórar vikur. Víðir Reynisson hjá almannavörnum hefur verið í samskiptum við forsvarsmenn mótsins. „Þetta eru um 700-800 manns í heildina sem koma að þessu. Þetta er ansi stór hópur. Einhverjir af þessum einstaklingum eru bólusettir og aðrir fara í fimm daga sóttkví og ljúka henni áður en þeir hefja keppni í þessu. Eins og skipulagið er sett upp þá voru einu sem þurftu einhverjar undanþágur nokkrir starfsmenn sem koma á undan til að setja upp búnað og eru í svokallaðri vinnusóttkví. Þeir setja upp búnaðinn og eru síðan á hótelinu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Rafíþróttir Bólusetningar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Undirbúningur í Laugardalshöll er í fullum gangi enda hafa tæplega fimmtán þúsund manns fengið boð í bólusetningu þessa helgina. Um þrjú hundruð stólum hefur verið raðað skipulega upp í stóra sal hallarinnar en um fimmtíu starfsmenn frá heilsugæslunni, lögreglunni, slökkviliðinu og Öryggismiðstöðinni, svo dæmi séu tekin, koma að undirbúningnum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þetta er stærsta vikan hjá okkur hingað til þannig að það er mikill undirbúningur í gangi. Við höldum áfram að vera í Laugardalshöll og við munum bólusetja með Pfizer á þriðjudag og síðan með Astra Zeneca á miðvikudag og það verður stærsti dagurinn þar sem það hafa verið boðaðir hátt í níu þúsund manns,” segir Sigríður. Fólk á milli sextugs og sjötugs hefur fengið boð eftir helgi og fá þeir sem eru ekki með undirliggjandi sjúkdóma fá bóluefni Astra Zeneca og aðrir Pfizer. Bólusetningarnar hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig en yngra fólk fékk bóluefni í síðustu viku. „Það voru þessir forgangshópar sem eru fjölmennir og við erum líka byrjuð að bólusetja yngstu hópana, þá sem eru með alvarlegustu sjúkdómana,” segir Sigríður. Bólusetningarnar voru færðar í stóra sal Laugardalshallarinnar vegna eins stærsta rafíþróttamóts heims sem verður haldið þar í maí og stendur yfir í um fjórar vikur. Víðir Reynisson hjá almannavörnum hefur verið í samskiptum við forsvarsmenn mótsins. „Þetta eru um 700-800 manns í heildina sem koma að þessu. Þetta er ansi stór hópur. Einhverjir af þessum einstaklingum eru bólusettir og aðrir fara í fimm daga sóttkví og ljúka henni áður en þeir hefja keppni í þessu. Eins og skipulagið er sett upp þá voru einu sem þurftu einhverjar undanþágur nokkrir starfsmenn sem koma á undan til að setja upp búnað og eru í svokallaðri vinnusóttkví. Þeir setja upp búnaðinn og eru síðan á hótelinu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Rafíþróttir Bólusetningar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira