Sprautur og tölvuleikir í Laugardalshöll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 13:30 Níu þúsund manns hafa fengið boð í bólusetningu á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Metvika verður í bólusetningum þessa vikuna þegar allt að níu þúsund manns fá sprautu á einum degi. Á sama tíma er von á ríflega sjö hundruð tölvuleikjaspilurum í Laugardalshöllina. Undirbúningur í Laugardalshöll er í fullum gangi enda hafa tæplega fimmtán þúsund manns fengið boð í bólusetningu þessa helgina. Um þrjú hundruð stólum hefur verið raðað skipulega upp í stóra sal hallarinnar en um fimmtíu starfsmenn frá heilsugæslunni, lögreglunni, slökkviliðinu og Öryggismiðstöðinni, svo dæmi séu tekin, koma að undirbúningnum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þetta er stærsta vikan hjá okkur hingað til þannig að það er mikill undirbúningur í gangi. Við höldum áfram að vera í Laugardalshöll og við munum bólusetja með Pfizer á þriðjudag og síðan með Astra Zeneca á miðvikudag og það verður stærsti dagurinn þar sem það hafa verið boðaðir hátt í níu þúsund manns,” segir Sigríður. Fólk á milli sextugs og sjötugs hefur fengið boð eftir helgi og fá þeir sem eru ekki með undirliggjandi sjúkdóma fá bóluefni Astra Zeneca og aðrir Pfizer. Bólusetningarnar hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig en yngra fólk fékk bóluefni í síðustu viku. „Það voru þessir forgangshópar sem eru fjölmennir og við erum líka byrjuð að bólusetja yngstu hópana, þá sem eru með alvarlegustu sjúkdómana,” segir Sigríður. Bólusetningarnar voru færðar í stóra sal Laugardalshallarinnar vegna eins stærsta rafíþróttamóts heims sem verður haldið þar í maí og stendur yfir í um fjórar vikur. Víðir Reynisson hjá almannavörnum hefur verið í samskiptum við forsvarsmenn mótsins. „Þetta eru um 700-800 manns í heildina sem koma að þessu. Þetta er ansi stór hópur. Einhverjir af þessum einstaklingum eru bólusettir og aðrir fara í fimm daga sóttkví og ljúka henni áður en þeir hefja keppni í þessu. Eins og skipulagið er sett upp þá voru einu sem þurftu einhverjar undanþágur nokkrir starfsmenn sem koma á undan til að setja upp búnað og eru í svokallaðri vinnusóttkví. Þeir setja upp búnaðinn og eru síðan á hótelinu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Rafíþróttir Bólusetningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Undirbúningur í Laugardalshöll er í fullum gangi enda hafa tæplega fimmtán þúsund manns fengið boð í bólusetningu þessa helgina. Um þrjú hundruð stólum hefur verið raðað skipulega upp í stóra sal hallarinnar en um fimmtíu starfsmenn frá heilsugæslunni, lögreglunni, slökkviliðinu og Öryggismiðstöðinni, svo dæmi séu tekin, koma að undirbúningnum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þetta er stærsta vikan hjá okkur hingað til þannig að það er mikill undirbúningur í gangi. Við höldum áfram að vera í Laugardalshöll og við munum bólusetja með Pfizer á þriðjudag og síðan með Astra Zeneca á miðvikudag og það verður stærsti dagurinn þar sem það hafa verið boðaðir hátt í níu þúsund manns,” segir Sigríður. Fólk á milli sextugs og sjötugs hefur fengið boð eftir helgi og fá þeir sem eru ekki með undirliggjandi sjúkdóma fá bóluefni Astra Zeneca og aðrir Pfizer. Bólusetningarnar hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig en yngra fólk fékk bóluefni í síðustu viku. „Það voru þessir forgangshópar sem eru fjölmennir og við erum líka byrjuð að bólusetja yngstu hópana, þá sem eru með alvarlegustu sjúkdómana,” segir Sigríður. Bólusetningarnar voru færðar í stóra sal Laugardalshallarinnar vegna eins stærsta rafíþróttamóts heims sem verður haldið þar í maí og stendur yfir í um fjórar vikur. Víðir Reynisson hjá almannavörnum hefur verið í samskiptum við forsvarsmenn mótsins. „Þetta eru um 700-800 manns í heildina sem koma að þessu. Þetta er ansi stór hópur. Einhverjir af þessum einstaklingum eru bólusettir og aðrir fara í fimm daga sóttkví og ljúka henni áður en þeir hefja keppni í þessu. Eins og skipulagið er sett upp þá voru einu sem þurftu einhverjar undanþágur nokkrir starfsmenn sem koma á undan til að setja upp búnað og eru í svokallaðri vinnusóttkví. Þeir setja upp búnaðinn og eru síðan á hótelinu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Rafíþróttir Bólusetningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira