Fótbolti

Sigur í fyrsta leik Arnórs - Sjáðu aukaspyrnumark Guðmundar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Guðmundur fagnar glæsimarki sínu í New York í gærkvöld.
Guðmundur fagnar glæsimarki sínu í New York í gærkvöld. Getty Images/Ira L. Black - Corbis

Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Arnór Ingvi Traustason spilaði sinn fyrsta leik fyrir New England Revolution og Guðmundur Þórarinsson skoraði glæsimark.

Önnur umferð deildarinnar hófst í gær og var Arnór Ingvi mættur í byrjunarlið New England Revolution sem tók á móti D.C. United á Gillette-vellinum í Foxborough. Varnarmaðurinn Brendan Hines-Ike varð þar fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í síðari hálfleik og reyndist það eina mark leiksins.

New England vann því 1-0 sigur í fyrsta leik Arnórs Ingva sem var skipt af velli þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína.

Arnór Ingvi lék sinn fyrsta leik fyrir nýtt lið.Icon Sportswire via Getty Images/Fred Kfoury III

Guðmundur Þórarinsson spilaði þá 72 mínútur fyrir New York City sem vann öruggan 5-0 heimasigur á Cincinnati. Guðmundur skoraði þriðja mark liðsins í leiknum, frábært mark beint úr aukaspyrnu á 57. mínútu.

Eftir 2-1 tap fyrir D.C. United í fyrsta leik er New York-liðið með þrjú stig.

MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×