Segja faraldrinum lokið í Bretlandi en staðan aldrei verri á Indlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:01 Indverjar glíma nú við kröftuga aðra bylgju faraldursins og álagið á heilbrigðiskerfið þar í landi er gríðarlegt. EPA-EFE/PIYAL ADHIKARY Þriðja daginn í röð var slegið vafasamt met í fjölda dauðsfalla af völdum covid-19 á Indlandi. Á sama tíma hafa sérfræðingar lýst því yfir að faraldrinum sé lokið á Bretlandi. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa hátt í milljón greinst með covid-19 á Indlandi, þar af hátt í þrjú hundruð og fimmtíu þúsund í gær. Síðastliðinn sólarhring létust ríflega tvö þúsund og sex hundruð úr sjúkdómnum sem er nýtt met á einum degi. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Í nótt létust til að mynda tuttugu einstaklingar á einu sjúkrahúsi í Delí sem rekja má til súrefnisskorts. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Á hverjum degi tekur heilbrigðisstarfsfólk við símtölum þar sem aðstandendur grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum, en fá ekkert að gert. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og ástand þeirra er orðið stöðugt. Hæstiréttur Indlands hefur sagt neyðarástand ríkja vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu en aðrir hafa talað um algjört kerfishrun. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Segja heimsfaraldri lokið í Bretlandi Á sama tíma og faraldurinn nær nýju hámarki á Indlandi hafa sérfræðingar sagt faraldrinum svo gott sem lokið á Bretlandi. Árangurinn megi rekja til góðs árangurs við bólusetningar, sem hafi leitt til þess að smituðum sem sýna einkenni hefur fækkað um allt að níutíu prósent. Sérfræðingar sem standa að baki fyrstu stóru rannsókninni á áhrifum bólusetningar vilja því meina að ekki sé lengur hægt að segja að Bretland glími við heimsfaraldur (e. pandemic), heldur faraldur (e. epidemic) þar sem útbreiðsla veirunnar er lítil og ástandið undir stjórn. Rannsóknin leiddi í ljós að dregið hafi verulega úr útbreiðslu veirunnar meðal almennings, en tilfellum bæði þar sem folk sýnir einkenni og þar sem folk sýnir engin einkenni hefur fækkað að því er fram kemur í umfjöllun Telegraph. Rannsóknin byggir á sýnum sem tekin voru frá 373.402 einstaklingum á tímabilinu 1. desember til 3. apríl. Niðurstöður benda til þess að þremur vikum eftir fyrsta skammt bóluefnis Pfizer eða AstraZeneca hafi dregið úr smitum þar sem fólk sýnir einkenni um 74 prósent og fjöldi smita þar sem einkenni voru engin fóru niður um 57 prósent. Eftir tvo skammta bóluefnis fór hlutfallið niður um sjötíu prósent hvað varðar einkennalaus smit og um níutíu prósent hvað varðar smit með einkennum. Heilt yfir hefur greindum smitum fækkað um sjö prósent undanfarna viku, þrátt fyrir opnun skóla og verslana, og dauðsföllum hefur fækkað um 26 prósent. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa hátt í milljón greinst með covid-19 á Indlandi, þar af hátt í þrjú hundruð og fimmtíu þúsund í gær. Síðastliðinn sólarhring létust ríflega tvö þúsund og sex hundruð úr sjúkdómnum sem er nýtt met á einum degi. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Í nótt létust til að mynda tuttugu einstaklingar á einu sjúkrahúsi í Delí sem rekja má til súrefnisskorts. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Á hverjum degi tekur heilbrigðisstarfsfólk við símtölum þar sem aðstandendur grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum, en fá ekkert að gert. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og ástand þeirra er orðið stöðugt. Hæstiréttur Indlands hefur sagt neyðarástand ríkja vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu en aðrir hafa talað um algjört kerfishrun. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Segja heimsfaraldri lokið í Bretlandi Á sama tíma og faraldurinn nær nýju hámarki á Indlandi hafa sérfræðingar sagt faraldrinum svo gott sem lokið á Bretlandi. Árangurinn megi rekja til góðs árangurs við bólusetningar, sem hafi leitt til þess að smituðum sem sýna einkenni hefur fækkað um allt að níutíu prósent. Sérfræðingar sem standa að baki fyrstu stóru rannsókninni á áhrifum bólusetningar vilja því meina að ekki sé lengur hægt að segja að Bretland glími við heimsfaraldur (e. pandemic), heldur faraldur (e. epidemic) þar sem útbreiðsla veirunnar er lítil og ástandið undir stjórn. Rannsóknin leiddi í ljós að dregið hafi verulega úr útbreiðslu veirunnar meðal almennings, en tilfellum bæði þar sem folk sýnir einkenni og þar sem folk sýnir engin einkenni hefur fækkað að því er fram kemur í umfjöllun Telegraph. Rannsóknin byggir á sýnum sem tekin voru frá 373.402 einstaklingum á tímabilinu 1. desember til 3. apríl. Niðurstöður benda til þess að þremur vikum eftir fyrsta skammt bóluefnis Pfizer eða AstraZeneca hafi dregið úr smitum þar sem fólk sýnir einkenni um 74 prósent og fjöldi smita þar sem einkenni voru engin fóru niður um 57 prósent. Eftir tvo skammta bóluefnis fór hlutfallið niður um sjötíu prósent hvað varðar einkennalaus smit og um níutíu prósent hvað varðar smit með einkennum. Heilt yfir hefur greindum smitum fækkað um sjö prósent undanfarna viku, þrátt fyrir opnun skóla og verslana, og dauðsföllum hefur fækkað um 26 prósent.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira