Malaríubóluefnið sem hraðaði þróun efnis AstraZeneca markar tímamót í baráttunni Eiður Þór Árnason skrifar 23. apríl 2021 13:09 Moskítónet eru ein helsta forvörnin gegn malaríusmiti. Talið er að 409 þúsund hafi látist úr sjúkdómnum árið 2019. Getty/Ann Johansson Talið er að nýtt bóluefni gegn malaríu geti markað tímamót í baráttunni við sjúkdóminn eftir að bóluefnið sýndi 77% virkni í fyrstu athugunum. Yfir 400.000 manns deyja af völdum malaríu á ári hverju, stærstur hluti þeirra börn í Afríku sunnan Sahara. Vísindamenn hafa lengi reynt að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn sjúkdómnum en fram til þessa hafði ekkert þeirra náð viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um minnst 75% virkni. Áður hafði áhrifamesta bóluefnið sýnt 55% virkni í rannsókn á börnum. Merkir það að 55% færri tilfelli malaríu greindust hjá hópnum sem fékk bóluefnið en hjá þeim hópi sem fékk lyfleysu. 450 börn tóku þátt í frumrannsókn á nýja bóluefninu. Reyndist það vera öruggt og sýna mikla vernd á því tólf mánaða tímabili sem rannsóknin stóð. Næst stendur til að efna til rannsóknar í fjórum Afríkulöndum sem nær til um 5.000 barna frá fimm mánaða aldri upp í þriggja ára. Hjálpaði þeim að þróa bóluefni við Covid-19 Bóluefnið er þróað af teymi vísindamanna við Oxford-háskóla og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu The Lancet. Telur teymið að niðurstöðurnar marki straumhvörf. Þróun bóluefnisins hófst árið 2019 og nýttust rannsóknir teymisins á malaríu við þróun bóluefnis Oxford-háskóla og AstraZeneca við Covid-19. Adrian Hill, prófessor í bóluefnafræðum við skólann og annar höfundur greinarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að lengri tíma hafi tekið að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn malaríu þar sem hún samanstandi af þúsundum gena samanborið við um tólf í tilfelli kórónuveirunnar. Gæti fengið markaðsleyfi á næstu árum Malaría orsakast af frumdýrum sem fjölga sér í mannslíkamanum eftir að þau berast í blóðstreymið með biti moskítóflugu. Ekki er um veirusýkingu að ræða og berast smit ekki manna á milli. Malaría er ein helsta dánarorsök barna í Afríku en þrátt fyrir að hægt sé að fyrirbyggja sýkingu og veita meðferð við henni þá telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 229 milljón tilfelli hafi komið upp árið 2019 og 409 þúsund hafi dáið úr sjúkdómnum. Bóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur gefið út að það geti framleitt yfir 200 milljónir skammta af bóluefninu um leið og það hlýtur samþykki eftirlitsstofnana. Charlemagne Ouédraogo, heilbrigðisráðherra Búrkína Fasó, sagði að nýju gögnin væru jákvæðar og sýndu að bóluefnið gæti hlotið markaðsleyfi á næstu árum. Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30 Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi reynt að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn sjúkdómnum en fram til þessa hafði ekkert þeirra náð viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um minnst 75% virkni. Áður hafði áhrifamesta bóluefnið sýnt 55% virkni í rannsókn á börnum. Merkir það að 55% færri tilfelli malaríu greindust hjá hópnum sem fékk bóluefnið en hjá þeim hópi sem fékk lyfleysu. 450 börn tóku þátt í frumrannsókn á nýja bóluefninu. Reyndist það vera öruggt og sýna mikla vernd á því tólf mánaða tímabili sem rannsóknin stóð. Næst stendur til að efna til rannsóknar í fjórum Afríkulöndum sem nær til um 5.000 barna frá fimm mánaða aldri upp í þriggja ára. Hjálpaði þeim að þróa bóluefni við Covid-19 Bóluefnið er þróað af teymi vísindamanna við Oxford-háskóla og voru niðurstöðurnar birtar í læknaritinu The Lancet. Telur teymið að niðurstöðurnar marki straumhvörf. Þróun bóluefnisins hófst árið 2019 og nýttust rannsóknir teymisins á malaríu við þróun bóluefnis Oxford-háskóla og AstraZeneca við Covid-19. Adrian Hill, prófessor í bóluefnafræðum við skólann og annar höfundur greinarinnar, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að lengri tíma hafi tekið að þróa áhrifaríkt bóluefni gegn malaríu þar sem hún samanstandi af þúsundum gena samanborið við um tólf í tilfelli kórónuveirunnar. Gæti fengið markaðsleyfi á næstu árum Malaría orsakast af frumdýrum sem fjölga sér í mannslíkamanum eftir að þau berast í blóðstreymið með biti moskítóflugu. Ekki er um veirusýkingu að ræða og berast smit ekki manna á milli. Malaría er ein helsta dánarorsök barna í Afríku en þrátt fyrir að hægt sé að fyrirbyggja sýkingu og veita meðferð við henni þá telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 229 milljón tilfelli hafi komið upp árið 2019 og 409 þúsund hafi dáið úr sjúkdómnum. Bóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur gefið út að það geti framleitt yfir 200 milljónir skammta af bóluefninu um leið og það hlýtur samþykki eftirlitsstofnana. Charlemagne Ouédraogo, heilbrigðisráðherra Búrkína Fasó, sagði að nýju gögnin væru jákvæðar og sýndu að bóluefnið gæti hlotið markaðsleyfi á næstu árum.
Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30 Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. 24. apríl 2019 07:30
Grænt ljós gefið á fyrsta bóluefnið við malaríu Efnið Mosquirix gæti mögulega komið í veg fyrir milljónir malaríutilfella í þeim löndum sem kæmu til með að nota það. 24. júlí 2015 22:39