Leikmenn Schalke gætu neitað að spila eftir árásirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 12:31 Benjamin Stambouli, leikmaður FC Schalke 04, sést hér eftir tapið á móti Arminia Bielefeld. EPA-EFE/Frederic Scheidemann Það er ófremdarástand hjá þýska félaginu Schalke 04 eftir að stuðningsmenn félagsins réðust á leikmenn liðsins í kjölfarið á því að liðið féll úr þýsku bundesligunni á þriðjudagskvöldið. Nú er svo komið að leikmenn hafa ekki mætt á æfingu í tvo daga og yfirmenn félagsins eru ekki vissir um að allir leikmenn liðsins vilji spila aftur fyrir Schalke. „Ég mun aldrei gleyma óttanum í augum Buyo,“ sagði liðstjórinn og goðsögnin Gerald Asamoah um árásina og var þar að tala um aðstoðarþjálfarann Mike „Buyo“ Buskens. #Asamoah: "Angst in den Augen werde ich nicht vergessen" https://t.co/I2ySoPMulV— SPORT1 (@SPORT1) April 22, 2021 Schalke 04 féll úr deildinni eftir 1-0 tap á móti Arminia Bielefeld á þriðjudagskvöldið en liðið skilaði sér aftur heim um nóttina. Þar biðu stuðningsmennirnir eftir rútunni. Þeir vildu fá að ræða við leikmennina sen fljótlega kom í ljós að allt annað var á dagskránni þegar stuðningsmennirnir réðust á leikmennina þegar þeir komu út úr liðsrútunni. Schalke 04 hefur verið í efstu deild frá árinu 1988 og fallið að sjálfsögðu mikið áfall. Það er þó framkoma stuðningsmannanna sem hefur verið mesta áfallið. „Ég var einn af þeim fyrstu út úr rútunni og ég var ekkert hræddur. Ég hef þekkt stuðningsmennina lengi og hélt að ekkert myndi gerast,“ sagði Gerald Asamoah við blaðamenn. Lögreglan beið við hliðið og stuðningsmennirnir fengu því nokkrar mínútur til að láta reiði sína bitna á föllnu stjörnunum. Eggjum var kastað í leikmennina og sumir þeirra voru eltir uppi af stuðningsmönnum. Þeir skemmdu líka að minnsta kosti einn bíl í eigu leikmanns samkvæmt heimildum ESPN. Schalke players were attacked by their own fans after getting relegated from the Bundesliga.Fans chased some of the players on the stadium perimeters in scenes that sources told @uersfeld were filmed early Wednesday morning.(via @VoetbalUltras)pic.twitter.com/GTvNXnPKSs— ESPN FC (@ESPNFC) April 21, 2021 Íþróttastjórinn Peter Knabel hefur í framhaldinu sagt að hann ætli að gefa leikmönnum valkost um að þurfa ekki að spila aftur fyrir liðið á þessu tímabili. „Ég get lifað með öllum ákvörðunum svo framarlega að þær fari eftir lögum. Við verðum að sjá til hvernig leikmönnunum líður,“ sagði Peter Knabel við Sportschau. Schalke 04 á eftir að spila fjóra leiki í deildinni á þessu tímabili. Schalke legend Gerald Asamoah couldn't hold back the tears after they got relegated for the first time in 30 years (via @Bundesliga_EN) pic.twitter.com/0mOExEPB9R— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021 Þýski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Sjá meira
Nú er svo komið að leikmenn hafa ekki mætt á æfingu í tvo daga og yfirmenn félagsins eru ekki vissir um að allir leikmenn liðsins vilji spila aftur fyrir Schalke. „Ég mun aldrei gleyma óttanum í augum Buyo,“ sagði liðstjórinn og goðsögnin Gerald Asamoah um árásina og var þar að tala um aðstoðarþjálfarann Mike „Buyo“ Buskens. #Asamoah: "Angst in den Augen werde ich nicht vergessen" https://t.co/I2ySoPMulV— SPORT1 (@SPORT1) April 22, 2021 Schalke 04 féll úr deildinni eftir 1-0 tap á móti Arminia Bielefeld á þriðjudagskvöldið en liðið skilaði sér aftur heim um nóttina. Þar biðu stuðningsmennirnir eftir rútunni. Þeir vildu fá að ræða við leikmennina sen fljótlega kom í ljós að allt annað var á dagskránni þegar stuðningsmennirnir réðust á leikmennina þegar þeir komu út úr liðsrútunni. Schalke 04 hefur verið í efstu deild frá árinu 1988 og fallið að sjálfsögðu mikið áfall. Það er þó framkoma stuðningsmannanna sem hefur verið mesta áfallið. „Ég var einn af þeim fyrstu út úr rútunni og ég var ekkert hræddur. Ég hef þekkt stuðningsmennina lengi og hélt að ekkert myndi gerast,“ sagði Gerald Asamoah við blaðamenn. Lögreglan beið við hliðið og stuðningsmennirnir fengu því nokkrar mínútur til að láta reiði sína bitna á föllnu stjörnunum. Eggjum var kastað í leikmennina og sumir þeirra voru eltir uppi af stuðningsmönnum. Þeir skemmdu líka að minnsta kosti einn bíl í eigu leikmanns samkvæmt heimildum ESPN. Schalke players were attacked by their own fans after getting relegated from the Bundesliga.Fans chased some of the players on the stadium perimeters in scenes that sources told @uersfeld were filmed early Wednesday morning.(via @VoetbalUltras)pic.twitter.com/GTvNXnPKSs— ESPN FC (@ESPNFC) April 21, 2021 Íþróttastjórinn Peter Knabel hefur í framhaldinu sagt að hann ætli að gefa leikmönnum valkost um að þurfa ekki að spila aftur fyrir liðið á þessu tímabili. „Ég get lifað með öllum ákvörðunum svo framarlega að þær fari eftir lögum. Við verðum að sjá til hvernig leikmönnunum líður,“ sagði Peter Knabel við Sportschau. Schalke 04 á eftir að spila fjóra leiki í deildinni á þessu tímabili. Schalke legend Gerald Asamoah couldn't hold back the tears after they got relegated for the first time in 30 years (via @Bundesliga_EN) pic.twitter.com/0mOExEPB9R— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021
Þýski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Sjá meira