„Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 21:01 Á myndinni til vinstri má sjá hve bólgin Seia er í andlitinu nú samanborið við áður. Aðsend Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, er algjörlega ráðþrota og langþreytt eftir að hún lenti í því fyrir nokkrum mánuðum, eftir að dregin var úr henni tönn, að geta ekki lengur opnað munninn. Hún þjáist af heilkenni sem kallast trismus sem lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Þar að auki er hún mjög bólgin í andliti og er misslæm milli daga. „Ég er alveg ráðalaus núna. Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði. Ég get opnað hann bara um einn sentimetra. Þau sögðu mér á Landspítalanum að þetta væri trismus og það getur enginn hjálpað mér, engir læknar,“ segir Seia í samtali við Vísi. Tönnin var tekin úr henni í desember en síðan í janúar hefur hún varla getað opnað munninn. „Enginn á Íslandi virðist vita hvað þetta er eða hvernig á að bregðast við. Það virðist enginn vera með ráð. Það var tekin úr mér tönn í desember og út frá þessu kom eitthvað sem heitir trismus og á netinu er sagt að annað hvort læknist það ekki eða þú verðir bara að bíða og sjá,“ útskýrir Seia en hún segir ekki víst hvort ástand hennar megi rekja til einhverra mistaka sem kunni að hafa verið gerð við þá aðgerð. Tekur á andlega og líkamlega „Þau segja að ég eigi að fara í sjúkraþjálfun og þetta taki þolinmæði og tíma,“ segir Seia sem er algjörlega miður sín og ráðþrota. „Ég er með mína tækni við að reyna að borða en ég er orðin 51 kíló.“ Hún segir að til standi að senda hana í blóðprufur vegna bólgunnar í andlitinu en ennþá liggur ekkert fyrir varðandi hvað hægt er að gera varðandi munninn sem hún getur varla opnað. „Þau eru núna að rannsaka hvort bólgurnar í andlitinu eru út af því, það hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu. En þetta er svo skrítið því það virðist enginn vita neitt um þetta. Það eru allir sérfræðingar búnir að vera í málinu og það virðist ekkert vera hægt að gera,“ útskýrir Seia. „Það virðist bara vera eins og enginn á Íslandi hafi lent í þessu. Mig langar að vekja athygli á þessu, að svona lagað getur gerst og ég veit ekki hvað ég get verið lengi svona,“ útskýrir Seia. Hún hafi talað við lækni sem hafi sjálfur sagst þurfa að lesa sig til um þetta. „Það er eins og það sé engin reynsla eða þekking,“ segir Seia. Hvetur til vitundarvakningar Hún segist að mestu vera á fljótandi fæði en geti tuggið aðeins með framtönnunum. „Ég bara reyni eins og ég get,“ segir Seia. Hún vonast til þess að aukin umræða um trismus verði til þess að vekja fólk til vitundar og vonar að mögulega sé einhver sem geti hjálpað henni. „Ef það væri nú einhver einn þarna, einhvers staðar, sem hefur eitthvað að segja þá myndi það kannski koma sér vel fyrir mig. Ég er búin að vera hjá fullt af læknum og sérfræðingum og það er bara akkúrat ekkert búið að koma út úr því. Mér finnst ég svolítið vera eins og Palli einn í heiminum,“ segir Seia. Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
„Ég er alveg ráðalaus núna. Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði. Ég get opnað hann bara um einn sentimetra. Þau sögðu mér á Landspítalanum að þetta væri trismus og það getur enginn hjálpað mér, engir læknar,“ segir Seia í samtali við Vísi. Tönnin var tekin úr henni í desember en síðan í janúar hefur hún varla getað opnað munninn. „Enginn á Íslandi virðist vita hvað þetta er eða hvernig á að bregðast við. Það virðist enginn vera með ráð. Það var tekin úr mér tönn í desember og út frá þessu kom eitthvað sem heitir trismus og á netinu er sagt að annað hvort læknist það ekki eða þú verðir bara að bíða og sjá,“ útskýrir Seia en hún segir ekki víst hvort ástand hennar megi rekja til einhverra mistaka sem kunni að hafa verið gerð við þá aðgerð. Tekur á andlega og líkamlega „Þau segja að ég eigi að fara í sjúkraþjálfun og þetta taki þolinmæði og tíma,“ segir Seia sem er algjörlega miður sín og ráðþrota. „Ég er með mína tækni við að reyna að borða en ég er orðin 51 kíló.“ Hún segir að til standi að senda hana í blóðprufur vegna bólgunnar í andlitinu en ennþá liggur ekkert fyrir varðandi hvað hægt er að gera varðandi munninn sem hún getur varla opnað. „Þau eru núna að rannsaka hvort bólgurnar í andlitinu eru út af því, það hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu. En þetta er svo skrítið því það virðist enginn vita neitt um þetta. Það eru allir sérfræðingar búnir að vera í málinu og það virðist ekkert vera hægt að gera,“ útskýrir Seia. „Það virðist bara vera eins og enginn á Íslandi hafi lent í þessu. Mig langar að vekja athygli á þessu, að svona lagað getur gerst og ég veit ekki hvað ég get verið lengi svona,“ útskýrir Seia. Hún hafi talað við lækni sem hafi sjálfur sagst þurfa að lesa sig til um þetta. „Það er eins og það sé engin reynsla eða þekking,“ segir Seia. Hvetur til vitundarvakningar Hún segist að mestu vera á fljótandi fæði en geti tuggið aðeins með framtönnunum. „Ég bara reyni eins og ég get,“ segir Seia. Hún vonast til þess að aukin umræða um trismus verði til þess að vekja fólk til vitundar og vonar að mögulega sé einhver sem geti hjálpað henni. „Ef það væri nú einhver einn þarna, einhvers staðar, sem hefur eitthvað að segja þá myndi það kannski koma sér vel fyrir mig. Ég er búin að vera hjá fullt af læknum og sérfræðingum og það er bara akkúrat ekkert búið að koma út úr því. Mér finnst ég svolítið vera eins og Palli einn í heiminum,“ segir Seia.
Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira