Innlent

Sautján greindust innanlands og átta ekki í sóttkví

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Allir þeir sem finna fyrir minnstu einkennum eða sem hafa verið í návígi við smitaða eru hvattir til að fara í sýnatöku.
Allir þeir sem finna fyrir minnstu einkennum eða sem hafa verið í návígi við smitaða eru hvattir til að fara í sýnatöku. Vísir/Vilhelm

Alls greindust sautján með covid-19 innanlands í gær og voru átta þeirra ekki í sóttkví. Alls voru tekin 1.923 sýni og er tala yfir nýgengi smita nú 29,2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Þá greindus sex með veiruna á landamærum og þar af bíða fimm eftir niðurstöðu mótefnamælingar. Alls voru tekin 224 sýni á landamærum þar sem nýgengi smita er 5,2. 

Í fyrradag greindust tólf með kórónuveiruna og voru þar af tíu í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. Þar sem sumardagurinn fyrsti er í dag, sem er frídagur, hafa tölur á covid.is ekki verið uppfærðar frá því í gær. Þá voru alls 786 í sóttkví, 120 í einangrun og þrír á sjúkrahúsi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.