Fótbolti

Sveindís strax að verða of góð fyrir Svíþjóð

Sindri Sverrisson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir lék vináttulandsleikina tvo gegn Ítalíu 10. og 13. apríl og var svo á skotskónum með Kristianstad á sunnudaginn.
Sveindís Jane Jónsdóttir lék vináttulandsleikina tvo gegn Ítalíu 10. og 13. apríl og var svo á skotskónum með Kristianstad á sunnudaginn. Getty/Matteo Ciambelli

Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar í úrvalsliði 1. umferðar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hjá mest lesna miðli Svíþjóðar, Aftonbladet.

Sveindís skoraði í fyrsta leik sínum sem atvinnumaður, í 1-1 jafntefli Kristianstad við Eskilstuna um helgina. Markið má sjá hér að neðan.

Í umsögn Aftonbladet er Sveindísi lýst sem „íslenskum táningi sem brátt verður of góður fyrir þessa deild“ og hún lofuð í hástert.

„Besti leikmaður fyrstu umferðar? Ef þú hefur velt því fyrir þér hvort hún standi undir „hæpinu“ þá getur þú horft á 90 mínúturnar sem þessi 19 ára Íslendingur spilaði gegn Eskilstuna. Sveindís er sú gerð af framherja sem allir vilja vera eða hafa en virðist ómögulegt að ná,“ segir í umsögninni um Sveindísi.

Glódís ein sú vanmetnasta í deildinni

Glódís er önnur tveggja varnarmanna Rosengård sem komast í úrvalsliðið, eftir 1-0 útisigur Rosengård á Linköping þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Therese Simonsson og Uchenna Kanu urðu að játa sig sigraðar gegn Glódísi, jafnvel þó að Linköping hafi í raun verið sterkari aðilinn á löngum köflum, að mati Aftonbladet:

„Ástæðan er sú að einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar lokaði vörninni enn á ný. Svona svona, Simonsson og Kanu, það var ekki svo að þið spiluðuð illa heldur var Glódís bara svona góð,“ segir í grein blaðsins.


Tengdar fréttir

Sjáðu markið: Sveindís Jane skoraði í sínum fyrsta leik

Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar gegn Eskilstuna í dag. Það tók Sveindísi ekki nema 11 mínútur að stimpla sig inn. Lokatölur 1-1, en Eskilstuna jafnaði rétt fyrir hálfleik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.