Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 12:24 Ekki hafa verið færri ríki með hvítum lit á korti Blaðamanna án landamæra frá árinu 2013. Skjáskot Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. Alls eiga 180 ríki sæti á listanum sem er gefinn út árlega og situr Ísland nálægt Eistlandi, Kanada og Austurríki. Hin Norðurlöndin skipa fjögur efstu sætin líkt og undanfarin ár og trónir Noregur á toppnum. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann en það var í 10. sæti árið 2017. Norður-Kórea vermir nú botninn ásamt Túrkmenistan og Kína. Bandaríkin falla niður um eitt sæti og er nú í 44. sæti en á lokaári Donalds Trump í Hvíta húsinu var skráður metfjöldi árása á blaðamenn þar í landi. Vísa sérstaklega til herferðar Samherja Í umfjöllun samtakanna um Ísland er meðal annars minnst á herferð Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem hafa fjallað um starfsemi útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þá er þess getið að erfitt rekstrarumhverfi haldi áfram að vera eitt helsta vandamál íslenskra fjölmiðla. Síðustu ár hafa samtökin sömuleiðis sagt að versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla sé ein ástæða fyrir því að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað. Að sögn Blaðamanna án landamæra er aðgengi fólks að fjölmiðlum nú takmarkað með einum eða öðrum hætti í 73% af þeim 180 löndum á listanum. Í samantekt samtakanna segir að merki séu um verulega afturför þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og tilraunum til að tálma fréttaumfjöllun. Þar á meðal hafi stjórnvöld reynt að nýta kórónaveirufaraldurinn til að réttlæta aðgerðir sem hefta upplýsingaöflun blaða- og fréttamanna og koma í veg fyrir fréttaöflun á vettvangi. Gjalda samtökin varhug við að yfirvöld muni freista þess að halda slíkum takmörkunum til streitu eftir að faraldrinum lýkur. Vantraust á fjölmiðlum á uppleið Að sögn Blaðamanna án landamæra er víða sífellt erfiðara fyrir blaða- og fréttamenn að kafa ofan í og greina frá viðkvæmum málum, einkum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Með fjölmiðlafrelsislistanum er birt kort þar sem litur ríkis segir til um stöðu fjölmiðlafrelsis þar í landi. Aldrei hafa verið færri hvít ríki á kortinu frá árinu 2013 en það merkir að ástandið þar sé gott eða hagstætt fyrir blaða- og fréttamenn. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum af því að vantraust til blaða- og fréttamanna færist víða í aukanna á sama tíma og upplýsingaóreiða og upplýsingafölsun eykst. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Alls eiga 180 ríki sæti á listanum sem er gefinn út árlega og situr Ísland nálægt Eistlandi, Kanada og Austurríki. Hin Norðurlöndin skipa fjögur efstu sætin líkt og undanfarin ár og trónir Noregur á toppnum. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann en það var í 10. sæti árið 2017. Norður-Kórea vermir nú botninn ásamt Túrkmenistan og Kína. Bandaríkin falla niður um eitt sæti og er nú í 44. sæti en á lokaári Donalds Trump í Hvíta húsinu var skráður metfjöldi árása á blaðamenn þar í landi. Vísa sérstaklega til herferðar Samherja Í umfjöllun samtakanna um Ísland er meðal annars minnst á herferð Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem hafa fjallað um starfsemi útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þá er þess getið að erfitt rekstrarumhverfi haldi áfram að vera eitt helsta vandamál íslenskra fjölmiðla. Síðustu ár hafa samtökin sömuleiðis sagt að versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla sé ein ástæða fyrir því að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað. Að sögn Blaðamanna án landamæra er aðgengi fólks að fjölmiðlum nú takmarkað með einum eða öðrum hætti í 73% af þeim 180 löndum á listanum. Í samantekt samtakanna segir að merki séu um verulega afturför þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og tilraunum til að tálma fréttaumfjöllun. Þar á meðal hafi stjórnvöld reynt að nýta kórónaveirufaraldurinn til að réttlæta aðgerðir sem hefta upplýsingaöflun blaða- og fréttamanna og koma í veg fyrir fréttaöflun á vettvangi. Gjalda samtökin varhug við að yfirvöld muni freista þess að halda slíkum takmörkunum til streitu eftir að faraldrinum lýkur. Vantraust á fjölmiðlum á uppleið Að sögn Blaðamanna án landamæra er víða sífellt erfiðara fyrir blaða- og fréttamenn að kafa ofan í og greina frá viðkvæmum málum, einkum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Með fjölmiðlafrelsislistanum er birt kort þar sem litur ríkis segir til um stöðu fjölmiðlafrelsis þar í landi. Aldrei hafa verið færri hvít ríki á kortinu frá árinu 2013 en það merkir að ástandið þar sé gott eða hagstætt fyrir blaða- og fréttamenn. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum af því að vantraust til blaða- og fréttamanna færist víða í aukanna á sama tíma og upplýsingaóreiða og upplýsingafölsun eykst.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00