Ísland fellur um þrjú sæti á lista um fjölmiðlafrelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 12:52 Samskipti íslenskra fjölmiðla og stjórnmálamanna eru sögð hafa súrnað. Vísir/Getty Versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla er ástæða þess að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað frá árinu 2012 að mati samtakanna Blaðamanna án landamæra. Ísland vermir þrettánda sæti lista samtakanna um fjölmiðlafrelsi í heiminum og fellur um þrjú sæti á milli ára. Þrátt fyrir að Ísland sé neðst Norðurlandanna á listanum er landið engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum. Í umfjöllun um Ísland er vísað til þingsályktunar frá árinu 2010 þar sem þingheimur stefndi að því að hlúa að vernd heimildarmanna og uppljóstrara, gegnsæi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði og verjast svonefndu „meiðyrðamálaflakki“. Í stjórnarskrá Íslands sé kveðið á um „algert“ tjáningarfrelsi en engu að síður telja Blaðamenn án landamæra að aðstæður blaðamanna hafi versnað hér á landi frá 2012. Ástæðan sé „súrnandi“ samskipti þeirra við stjórnmálamenn. Skammt er síðan greint var frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu kvartað undan hlutdrægni íslenskra fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir þingkosningarnar í fyrra. Á toppi lista Blaðamanna án landamæra tróna Norðmenn en fast á hæla þeirra fylgja Svíar. Finnar eru í fjórða sætinu og Danir í því níunda. Alls eru 179 lönd á listanum.Blaðamenn myrtir án refsingar í Rússlandi Athygli vekur að Bandaríkin eru aðeins í 45. sæti listans og falla um tvö sæti á milli ára. Samtökin vísa meðal annars til sífelldra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. Hann hefur meðal annars lýst fjölmiðlum sem „óvini bandarísku þjóðarinnar“. Rússland er rúmum hundrað sætum neðar í 148. sæti listans. Þar segja samtökin andrúmsloftið þrúgandi fyrir sjálfstæða blaðamenn. Lög séu hörð og lokað sé á vefsíður í landinu. Þá séu sjálfstæðir fjölmiðlar undir æ meiri þrýstingi eftir að Vladímír Pútín settist aftur á forsetastól árið 2012. Þeim hafi annað hvort verið bolað í burtu eða felldir undir stjórn yfirvalda. Rússneskar sjónvarpsstöðvar eru sagðar demba ríkisáróðri yfir áhorfendur sína. Að minnsta kosti fimm blaðamenn séu í haldi yfirvalda vegna umfjöllunar og sífellt fleiri bloggarar séu handteknir í landinu. Þá séu fjölmiðlamenn myrtir og beittir líkamlegu ofbeldi án refsingar. Téténía og Krímskagi eru sögð orðin að „svartholum“ þaðan sem engar fréttir eða upplýsingar berast. Fjölmiðlar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla er ástæða þess að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað frá árinu 2012 að mati samtakanna Blaðamanna án landamæra. Ísland vermir þrettánda sæti lista samtakanna um fjölmiðlafrelsi í heiminum og fellur um þrjú sæti á milli ára. Þrátt fyrir að Ísland sé neðst Norðurlandanna á listanum er landið engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum. Í umfjöllun um Ísland er vísað til þingsályktunar frá árinu 2010 þar sem þingheimur stefndi að því að hlúa að vernd heimildarmanna og uppljóstrara, gegnsæi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði og verjast svonefndu „meiðyrðamálaflakki“. Í stjórnarskrá Íslands sé kveðið á um „algert“ tjáningarfrelsi en engu að síður telja Blaðamenn án landamæra að aðstæður blaðamanna hafi versnað hér á landi frá 2012. Ástæðan sé „súrnandi“ samskipti þeirra við stjórnmálamenn. Skammt er síðan greint var frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu kvartað undan hlutdrægni íslenskra fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir þingkosningarnar í fyrra. Á toppi lista Blaðamanna án landamæra tróna Norðmenn en fast á hæla þeirra fylgja Svíar. Finnar eru í fjórða sætinu og Danir í því níunda. Alls eru 179 lönd á listanum.Blaðamenn myrtir án refsingar í Rússlandi Athygli vekur að Bandaríkin eru aðeins í 45. sæti listans og falla um tvö sæti á milli ára. Samtökin vísa meðal annars til sífelldra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. Hann hefur meðal annars lýst fjölmiðlum sem „óvini bandarísku þjóðarinnar“. Rússland er rúmum hundrað sætum neðar í 148. sæti listans. Þar segja samtökin andrúmsloftið þrúgandi fyrir sjálfstæða blaðamenn. Lög séu hörð og lokað sé á vefsíður í landinu. Þá séu sjálfstæðir fjölmiðlar undir æ meiri þrýstingi eftir að Vladímír Pútín settist aftur á forsetastól árið 2012. Þeim hafi annað hvort verið bolað í burtu eða felldir undir stjórn yfirvalda. Rússneskar sjónvarpsstöðvar eru sagðar demba ríkisáróðri yfir áhorfendur sína. Að minnsta kosti fimm blaðamenn séu í haldi yfirvalda vegna umfjöllunar og sífellt fleiri bloggarar séu handteknir í landinu. Þá séu fjölmiðlamenn myrtir og beittir líkamlegu ofbeldi án refsingar. Téténía og Krímskagi eru sögð orðin að „svartholum“ þaðan sem engar fréttir eða upplýsingar berast.
Fjölmiðlar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira