Leiðin á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2021 16:00 Ísland hóf undirbúning sinn fyrir leikina í haust með vináttulandsleikjum við Ítalíu fyrr í þessum mánuði. Ísland tapaði fyrri leiknum 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli en báðir leikirnir fóru fram í Flórens. Getty/Matteo Ciambelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni næsta heimsmeistaramóts. HM fer næst fram sumarið 2023 og verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslenska landsliðið freistar þess að komast á HM í fyrsta sinn en liðið spilar hins vegar í lokakeppni EM á næsta ári, í fjórða sinn. Dregið verður í undankeppni HM þann 30. apríl. Ísland er í næstefsta styrkleikaflokki og getur því ekki dregist gegn öðrum liðum í þeim flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM: Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría. Undankeppni HM hefst í september og þá leikur Ísland sína fyrstu mótsleiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn voru vináttulandsleikir við Ítalíu ytra, 1-0 tap og 1-1 jafntefli, en Ítalir eru einmitt í efsta styrkleikaflokki. Leiðin á HM er afar torfær, þrátt fyrir að þátttökuþjóðir verði nú í fyrsta sinn 32 talsins í stað 24 áður. Alls er 51 þjóð í undankeppninni í Evrópu en 11-12 Evrópuþjóðir komast á HM. Leikið verður í níu riðlum í undankeppninni. Aðeins efsta lið hvers undanriðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti komast í umspil. Óhætt er að segja að umspilið sé nokkuð flókið en því er lýst hér að neðan: Umspilið: Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM. Eins og fyrr segir hefst undankeppnin um miðjan september. Leikið verður í september, október og nóvember á þessu ári, í apríl á næsta ári, og undankeppninni lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september 2022. Umspilið í Evrópu verður svo dagana 3.-11. október 2022. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
HM fer næst fram sumarið 2023 og verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslenska landsliðið freistar þess að komast á HM í fyrsta sinn en liðið spilar hins vegar í lokakeppni EM á næsta ári, í fjórða sinn. Dregið verður í undankeppni HM þann 30. apríl. Ísland er í næstefsta styrkleikaflokki og getur því ekki dregist gegn öðrum liðum í þeim flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM: Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría. Undankeppni HM hefst í september og þá leikur Ísland sína fyrstu mótsleiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn voru vináttulandsleikir við Ítalíu ytra, 1-0 tap og 1-1 jafntefli, en Ítalir eru einmitt í efsta styrkleikaflokki. Leiðin á HM er afar torfær, þrátt fyrir að þátttökuþjóðir verði nú í fyrsta sinn 32 talsins í stað 24 áður. Alls er 51 þjóð í undankeppninni í Evrópu en 11-12 Evrópuþjóðir komast á HM. Leikið verður í níu riðlum í undankeppninni. Aðeins efsta lið hvers undanriðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti komast í umspil. Óhætt er að segja að umspilið sé nokkuð flókið en því er lýst hér að neðan: Umspilið: Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM. Eins og fyrr segir hefst undankeppnin um miðjan september. Leikið verður í september, október og nóvember á þessu ári, í apríl á næsta ári, og undankeppninni lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september 2022. Umspilið í Evrópu verður svo dagana 3.-11. október 2022.
Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría.
Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira