„Lokum allt þetta hyski inni“ Jakob Bjarnar skrifar 20. apríl 2021 11:11 Ásdís Halla Bragadóttir telur frumvarp Samfylkingarinnar um sóttvarnahótel vera afturhvarf til fortíðar og popúlískt að auki. Bjartur/Veröld Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur með meiru, geldur varhug við frumvarpi Samfylkingarinnar um sóttvarnarhótel og segir það ekki aðeins afturhvarf til fortíðar heldur popúlískt að upplagi. Í pistli sem birtist á Vísi nú í morgun fer Ásdís Halla yfir það að hún muni í næstu viku leggja af stað heim á leið eftir að hafa unnið í Kaupmannahöfn í nokkrar vikur að verkefni sem hvergi er hægt að vinna nema þar. Hún hafi unnið að þessu verkefni að mestu ein með sjálfri mér og farið að tilmælum um sóttvarnir. Hún verði með neikvætt Covid-próf í farteskinu og gerðar hafa verið ráðstafanir svo hún geti farið beint í sóttkví heima hjá sér. Henni þykir skjóta skökku við, í ljósi alls þessa, að henni verði gert, ef frumvarp Samfylkingarinnar verður samþykkt, að hún þurfi að dvelja á sóttvarnarhóteli þegar hún kemur til Íslands. Skoðankannanir sýna að mikill meirihluti telur vert að lagastoð sé fyrir því að hægt sé að skikka þá sem koma til landsins í sóttkví. Pistillinn hefur vakið mikla athygli en í honum rifjar Ásdís Halla upp það þegar hún fyrir margt löngu kom til Íslands og var dregin afsíðis. Fíkniefnalögreglan leitaði á henni hátt og lágt. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en fíkniefnalögreglan var sannfærð um að ég væri að flytja inn ólögleg efni. Þegar ég bar um skýringar var svarið einfaldlega: Þú ert systir bræðra þinna! Bræður mínir, blessuð sé minning þeirra, höfðu báðir komist í kast við lögin og útgangspunktur fíkniefnalögreglunnar var sá að allt þetta hyski hlyti að vera eins,“ segir meðal annars í pistlinum. Ásdís Halla segir að niðurlægingin hafi verið algjör og hún varnarlaus. „Eftir sat tilfinningin um að einstaklingurinn mætti sín lítils þegar yfirvaldið tekur til sinna ráða.“ Segir frumvarp Samfylkingarinnar forneskulegt og popúlískt Í niðurlagi pistilsins segir Ásdís Halla að það sé ætíð svo að ekki fari allir eftir lögum, reglum og tilmælum. „Þær fáu undantekningar mega aldrei verða til þess að öllum verði hegnt. Eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi undanfarin ár og áratugi er að við höfum reynt að efla skilning á ólíkum aðstæðum fólks, reynt að auka umburðarlyndi og víðsýni. Reynt að taka á málum af þekkingu en ekki sleggjudómum.“ Niðurstaða pistlahöfundar er sú að fyrirhugað frumvarp Samfylkingarinnar sé afturhvarf til fortíðar. „En það er ekki bara forneskjulegt heldur ósmekklegur popúlismi. Það rifjar upp fordómana sem ég þekki svo vel. Gengur út frá því að allir sem koma frá útlöndum hljóti að vera eins. Glæpamenn. Línan er einföld: Lokum allt þetta hyski inni. Bara svona til vonar og vara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Lokum þau inni - bara svona til vonar og vara Fyrir margt löngu beið fíkniefnalögreglan mín á Keflavíkurflugvelli. Ég var tekin afsíðis í klefa, á mér leitað hátt og lágt, allt í töskunni tekið í sundur og skoðað gaumgæfilega. 20. apríl 2021 09:37 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í pistli sem birtist á Vísi nú í morgun fer Ásdís Halla yfir það að hún muni í næstu viku leggja af stað heim á leið eftir að hafa unnið í Kaupmannahöfn í nokkrar vikur að verkefni sem hvergi er hægt að vinna nema þar. Hún hafi unnið að þessu verkefni að mestu ein með sjálfri mér og farið að tilmælum um sóttvarnir. Hún verði með neikvætt Covid-próf í farteskinu og gerðar hafa verið ráðstafanir svo hún geti farið beint í sóttkví heima hjá sér. Henni þykir skjóta skökku við, í ljósi alls þessa, að henni verði gert, ef frumvarp Samfylkingarinnar verður samþykkt, að hún þurfi að dvelja á sóttvarnarhóteli þegar hún kemur til Íslands. Skoðankannanir sýna að mikill meirihluti telur vert að lagastoð sé fyrir því að hægt sé að skikka þá sem koma til landsins í sóttkví. Pistillinn hefur vakið mikla athygli en í honum rifjar Ásdís Halla upp það þegar hún fyrir margt löngu kom til Íslands og var dregin afsíðis. Fíkniefnalögreglan leitaði á henni hátt og lágt. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið en fíkniefnalögreglan var sannfærð um að ég væri að flytja inn ólögleg efni. Þegar ég bar um skýringar var svarið einfaldlega: Þú ert systir bræðra þinna! Bræður mínir, blessuð sé minning þeirra, höfðu báðir komist í kast við lögin og útgangspunktur fíkniefnalögreglunnar var sá að allt þetta hyski hlyti að vera eins,“ segir meðal annars í pistlinum. Ásdís Halla segir að niðurlægingin hafi verið algjör og hún varnarlaus. „Eftir sat tilfinningin um að einstaklingurinn mætti sín lítils þegar yfirvaldið tekur til sinna ráða.“ Segir frumvarp Samfylkingarinnar forneskulegt og popúlískt Í niðurlagi pistilsins segir Ásdís Halla að það sé ætíð svo að ekki fari allir eftir lögum, reglum og tilmælum. „Þær fáu undantekningar mega aldrei verða til þess að öllum verði hegnt. Eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi undanfarin ár og áratugi er að við höfum reynt að efla skilning á ólíkum aðstæðum fólks, reynt að auka umburðarlyndi og víðsýni. Reynt að taka á málum af þekkingu en ekki sleggjudómum.“ Niðurstaða pistlahöfundar er sú að fyrirhugað frumvarp Samfylkingarinnar sé afturhvarf til fortíðar. „En það er ekki bara forneskjulegt heldur ósmekklegur popúlismi. Það rifjar upp fordómana sem ég þekki svo vel. Gengur út frá því að allir sem koma frá útlöndum hljóti að vera eins. Glæpamenn. Línan er einföld: Lokum allt þetta hyski inni. Bara svona til vonar og vara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Lokum þau inni - bara svona til vonar og vara Fyrir margt löngu beið fíkniefnalögreglan mín á Keflavíkurflugvelli. Ég var tekin afsíðis í klefa, á mér leitað hátt og lágt, allt í töskunni tekið í sundur og skoðað gaumgæfilega. 20. apríl 2021 09:37 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07
Lokum þau inni - bara svona til vonar og vara Fyrir margt löngu beið fíkniefnalögreglan mín á Keflavíkurflugvelli. Ég var tekin afsíðis í klefa, á mér leitað hátt og lágt, allt í töskunni tekið í sundur og skoðað gaumgæfilega. 20. apríl 2021 09:37