Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2021 14:47 Formaður Samfylkingarinnar segist vilja taka ómakið af ríkisstjórninni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. Frumvarpið er tilbúið og í yfirferð á þingskrifstofu Alþingis. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið ekki þola neina bið. „Við teljum okkur ekki geta beðið. Fyrst ríkisstjórnin er of ósamstíga til að taka ákvörðun um þetta þá erum við tilbúin að taka ómakið af henni og erum tilbúin með frumvarp að sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda fólk sem hingað kemur í sóttvarnahús. Þetta er að tillögu sóttvarnalæknis og við teljum brýnt að gera þetta núna.“ Frelsi landsmanna og öryggishagsmunir í húfi Hvað heldur þú að standi í vegi fyrir því að ríkisstjórnin hafi ekki þegar skotið styrkari lagastoðum undir reglugerðina? „Ég held að það standi á ríkisstjórninni að leggja fram nauðsynlega lagabreytingu vegna þess að hún er of ósamstíga. Við höfum alveg séð hvernig einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað um þetta. Þeir eru ekkert tilbúnir að styðja þetta þannig að það þarf þá bara að leysa þetta öðruvísi. Öryggishagsmunir eru í húfi sem og frelsi fólksins í landinu“ Aðspurður sagðist Logi telja að þingmenn komi til með að styðja frumvarpið. „Það held ég að hljóti að vera miðað við að þeirra ráðherra lagði fram þessa reglugerð sem við erum að reyna að styðja við.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, og Logi ræddu um málið undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Logi spurði Katrínu út í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í ljósi hópsmitanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilja fyrst fá að meta hvort hertar reglur skili árangri Katrín svaraði því til að ef ríkisstjórnin mæti það sem svo að þær hertu reglur sem heilbrigðisráðherra greip til – eftir að fyrri reglugerð var metin ólögmæt – dygðu ekki til þá væri hún reiðubúin að skoða breytingar á lögunum. Hún vildi líka halda því til haga að þau smit sem rekja má hópsýkingarnar til megi rekja til einstaklinga sem ekki virtu reglur um sóttkví sem komu til landsins fyrir gildistöku reglugerðar um sóttkvíarhótel og þar af leiðandi líka áður en reglugerðin var metin ólögmæt. „Í raun og veru snúast þessi smit ekki um fyrirkomulagið sjálft heldur um að fólk sé ekki að fylgja fyrirkomulaginu. Og það er mjög miður og það er mjög eðlilegt að við öll, sem hér erum á Alþingi, skynjum núna gremju hjá þeim sem eru að leitast við að fylgja reglunum og sjá núna afleiðingar af slíkum brotum.“ Ef tíminn leiði ljós að hinar hertu aðgerðir skili ekki tilætluðum árangri sé ríkisstjórnin tilbúin að skoða breytingar á lögunum þannig að unnt sé að tryggja að svona atvik endurtaki sig ekki. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Frumvarpið er tilbúið og í yfirferð á þingskrifstofu Alþingis. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið ekki þola neina bið. „Við teljum okkur ekki geta beðið. Fyrst ríkisstjórnin er of ósamstíga til að taka ákvörðun um þetta þá erum við tilbúin að taka ómakið af henni og erum tilbúin með frumvarp að sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda fólk sem hingað kemur í sóttvarnahús. Þetta er að tillögu sóttvarnalæknis og við teljum brýnt að gera þetta núna.“ Frelsi landsmanna og öryggishagsmunir í húfi Hvað heldur þú að standi í vegi fyrir því að ríkisstjórnin hafi ekki þegar skotið styrkari lagastoðum undir reglugerðina? „Ég held að það standi á ríkisstjórninni að leggja fram nauðsynlega lagabreytingu vegna þess að hún er of ósamstíga. Við höfum alveg séð hvernig einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað um þetta. Þeir eru ekkert tilbúnir að styðja þetta þannig að það þarf þá bara að leysa þetta öðruvísi. Öryggishagsmunir eru í húfi sem og frelsi fólksins í landinu“ Aðspurður sagðist Logi telja að þingmenn komi til með að styðja frumvarpið. „Það held ég að hljóti að vera miðað við að þeirra ráðherra lagði fram þessa reglugerð sem við erum að reyna að styðja við.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, og Logi ræddu um málið undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Logi spurði Katrínu út í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í ljósi hópsmitanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilja fyrst fá að meta hvort hertar reglur skili árangri Katrín svaraði því til að ef ríkisstjórnin mæti það sem svo að þær hertu reglur sem heilbrigðisráðherra greip til – eftir að fyrri reglugerð var metin ólögmæt – dygðu ekki til þá væri hún reiðubúin að skoða breytingar á lögunum. Hún vildi líka halda því til haga að þau smit sem rekja má hópsýkingarnar til megi rekja til einstaklinga sem ekki virtu reglur um sóttkví sem komu til landsins fyrir gildistöku reglugerðar um sóttkvíarhótel og þar af leiðandi líka áður en reglugerðin var metin ólögmæt. „Í raun og veru snúast þessi smit ekki um fyrirkomulagið sjálft heldur um að fólk sé ekki að fylgja fyrirkomulaginu. Og það er mjög miður og það er mjög eðlilegt að við öll, sem hér erum á Alþingi, skynjum núna gremju hjá þeim sem eru að leitast við að fylgja reglunum og sjá núna afleiðingar af slíkum brotum.“ Ef tíminn leiði ljós að hinar hertu aðgerðir skili ekki tilætluðum árangri sé ríkisstjórnin tilbúin að skoða breytingar á lögunum þannig að unnt sé að tryggja að svona atvik endurtaki sig ekki.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29
Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22
27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50