Innlent

Allir starfs­menn leik­skóla á Sel­fossi í sótt­kví og skólinn lokaður á morgun

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Leikskólinn Álfheimar á Selfossi.
Leikskólinn Álfheimar á Selfossi. Já.is

Allir starfsmenn leikskólans Álfheima á Selfossi hafa verið sendir í sóttkví og verður leikskólinn lokaður að minnsta kosti út morgundaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður. Þetta staðfestir Jóhanna Þórhallsdóttir, leikskólastjóri Álfheima, í samtali við Vísi.

„Það er komið upp smit hér og allt starfsfólk er að fara í test á morgun og leikskólinn verður því lokaður,“ sagði Jóhanna sem var önnum kafin við að hafa samband við foreldra þegar Vísir náði tali af henni nú rétt fyrir klukkan tíu í kvöld.

„Í rauninni get ég ekki sagt neitt meira. Ég er á haus hérna núna að reyna að ná í alla foreldra og starfsmenn, vonandi verður þetta ekki meira en þetta,“ segir Jóhanna en aðeins hefur einn starfsmaður greinst með covid-19 enn sem komið er. „Nú kemur í ljós á morgun hvort það séu fleiri sem eru smitaðir.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×