Fótbolti

Kol­beinn skoraði tvö og af­greiddi gömlu fé­lagana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn í leik með AIK á síðustu leiktíð.
Kolbeinn í leik með AIK á síðustu leiktíð. Michael Campanella/Getty Images

Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk IFK Gautaborgar í 2-0 sigri á AIK í 2. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Kolbeinn kom til Gautaborgar fyrir tímabilð frá AIK þar sem hann var á mála síðustu tvö ár.

Kolbeinn kom Gautaborg yfir á þriðju mínútu og á 38. mínútu var landsliðsframherjinn búinn að tvöfalda forystuna.

Fleiri urðu mörkin ekki en Kolbeinn lék í 63 mínútur fyrir Gautaborg sem er með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Mikael Anderson spilaði síðasta hálftímann er FC Midtjylland gerði markalaust jafntefli við Randers í Danmörku.

Midtjylland er með 50 stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum á undan Bröndby.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.