Fótbolti

Vill verða lykil­maður hjá AC Hor­sens

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Eðvald Hlynsson í leik gegn Vejle í dönsku Superligan.
Ágúst Eðvald Hlynsson í leik gegn Vejle í dönsku Superligan. Lars Ronbog/Getty

Ágúst Eðvald Hlynsson var fyrr í dag lánaður frá danska úrvalsdeildarfélaginu til FH í Pepsi Max deild karla.

Rúmir tíu dagar eru þangað til að Pepsi Max deildin hefjist og FH-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk í Ágústi.

Ágúst hefur fengið fá tækifæri á þessari leiktíð með Horsens, sem er á botni deildarinnar, en hann hefur verið lánaður til Fimleikafélagsins næstu tvo mánuði.

„Það er gott fyrir mig að koma heim í tvo mánuði og spila reglulega áður en ég sný aftur til Horsens,“ sagði Ágúst í samtali við heimasíðu Horsens.

„Lánið er gott fyrir þróun mína og markmiðið er að koma í sumar og skapa enn meiri samkeppni um stöðurnar hjá Horsens.“

„Mitt aðal markmið er að verða lykilmaður hjá AC Horsens,“ bætti Ágúst við.

Hann hefur leikið með liðinu síðan í október er hann kom til félagsins frá Víkingi. Hann er með samning til sumarið 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×