Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2021 14:47 Formaður Samfylkingarinnar segist vilja taka ómakið af ríkisstjórninni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. Frumvarpið er tilbúið og í yfirferð á þingskrifstofu Alþingis. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið ekki þola neina bið. „Við teljum okkur ekki geta beðið. Fyrst ríkisstjórnin er of ósamstíga til að taka ákvörðun um þetta þá erum við tilbúin að taka ómakið af henni og erum tilbúin með frumvarp að sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda fólk sem hingað kemur í sóttvarnahús. Þetta er að tillögu sóttvarnalæknis og við teljum brýnt að gera þetta núna.“ Frelsi landsmanna og öryggishagsmunir í húfi Hvað heldur þú að standi í vegi fyrir því að ríkisstjórnin hafi ekki þegar skotið styrkari lagastoðum undir reglugerðina? „Ég held að það standi á ríkisstjórninni að leggja fram nauðsynlega lagabreytingu vegna þess að hún er of ósamstíga. Við höfum alveg séð hvernig einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað um þetta. Þeir eru ekkert tilbúnir að styðja þetta þannig að það þarf þá bara að leysa þetta öðruvísi. Öryggishagsmunir eru í húfi sem og frelsi fólksins í landinu“ Aðspurður sagðist Logi telja að þingmenn komi til með að styðja frumvarpið. „Það held ég að hljóti að vera miðað við að þeirra ráðherra lagði fram þessa reglugerð sem við erum að reyna að styðja við.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, og Logi ræddu um málið undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Logi spurði Katrínu út í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í ljósi hópsmitanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilja fyrst fá að meta hvort hertar reglur skili árangri Katrín svaraði því til að ef ríkisstjórnin mæti það sem svo að þær hertu reglur sem heilbrigðisráðherra greip til – eftir að fyrri reglugerð var metin ólögmæt – dygðu ekki til þá væri hún reiðubúin að skoða breytingar á lögunum. Hún vildi líka halda því til haga að þau smit sem rekja má hópsýkingarnar til megi rekja til einstaklinga sem ekki virtu reglur um sóttkví sem komu til landsins fyrir gildistöku reglugerðar um sóttkvíarhótel og þar af leiðandi líka áður en reglugerðin var metin ólögmæt. „Í raun og veru snúast þessi smit ekki um fyrirkomulagið sjálft heldur um að fólk sé ekki að fylgja fyrirkomulaginu. Og það er mjög miður og það er mjög eðlilegt að við öll, sem hér erum á Alþingi, skynjum núna gremju hjá þeim sem eru að leitast við að fylgja reglunum og sjá núna afleiðingar af slíkum brotum.“ Ef tíminn leiði ljós að hinar hertu aðgerðir skili ekki tilætluðum árangri sé ríkisstjórnin tilbúin að skoða breytingar á lögunum þannig að unnt sé að tryggja að svona atvik endurtaki sig ekki. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Frumvarpið er tilbúið og í yfirferð á þingskrifstofu Alþingis. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið ekki þola neina bið. „Við teljum okkur ekki geta beðið. Fyrst ríkisstjórnin er of ósamstíga til að taka ákvörðun um þetta þá erum við tilbúin að taka ómakið af henni og erum tilbúin með frumvarp að sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda fólk sem hingað kemur í sóttvarnahús. Þetta er að tillögu sóttvarnalæknis og við teljum brýnt að gera þetta núna.“ Frelsi landsmanna og öryggishagsmunir í húfi Hvað heldur þú að standi í vegi fyrir því að ríkisstjórnin hafi ekki þegar skotið styrkari lagastoðum undir reglugerðina? „Ég held að það standi á ríkisstjórninni að leggja fram nauðsynlega lagabreytingu vegna þess að hún er of ósamstíga. Við höfum alveg séð hvernig einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað um þetta. Þeir eru ekkert tilbúnir að styðja þetta þannig að það þarf þá bara að leysa þetta öðruvísi. Öryggishagsmunir eru í húfi sem og frelsi fólksins í landinu“ Aðspurður sagðist Logi telja að þingmenn komi til með að styðja frumvarpið. „Það held ég að hljóti að vera miðað við að þeirra ráðherra lagði fram þessa reglugerð sem við erum að reyna að styðja við.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, og Logi ræddu um málið undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Logi spurði Katrínu út í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í ljósi hópsmitanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vilja fyrst fá að meta hvort hertar reglur skili árangri Katrín svaraði því til að ef ríkisstjórnin mæti það sem svo að þær hertu reglur sem heilbrigðisráðherra greip til – eftir að fyrri reglugerð var metin ólögmæt – dygðu ekki til þá væri hún reiðubúin að skoða breytingar á lögunum. Hún vildi líka halda því til haga að þau smit sem rekja má hópsýkingarnar til megi rekja til einstaklinga sem ekki virtu reglur um sóttkví sem komu til landsins fyrir gildistöku reglugerðar um sóttkvíarhótel og þar af leiðandi líka áður en reglugerðin var metin ólögmæt. „Í raun og veru snúast þessi smit ekki um fyrirkomulagið sjálft heldur um að fólk sé ekki að fylgja fyrirkomulaginu. Og það er mjög miður og það er mjög eðlilegt að við öll, sem hér erum á Alþingi, skynjum núna gremju hjá þeim sem eru að leitast við að fylgja reglunum og sjá núna afleiðingar af slíkum brotum.“ Ef tíminn leiði ljós að hinar hertu aðgerðir skili ekki tilætluðum árangri sé ríkisstjórnin tilbúin að skoða breytingar á lögunum þannig að unnt sé að tryggja að svona atvik endurtaki sig ekki.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29
Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22
27 greindust innanlands 27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir greindust utan sóttkvíar. 19. apríl 2021 10:50