Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2021 11:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í íslensku samfélagi þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita vera ógnvænlega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. „Ég er dálítið hræddur um að við séum búin að missa stjórn á því sem er að gerast. Ég held að við eigum að undirbúa okkur undir að herða ólina aftur. Ég er voðalega hræddur um að ekki sé hægt að hemja þetta án þess að gera það.“ Þetta segir Kári í samtali við fréttastofu, en síðustu sólarhringa hafa fjörutíu manns greinst með veiruna, og þar af tíu utan sóttkvíar. Má rekja smitin til brota á reglum um sóttkví á landamærum. Deila um keisarans skegg Aðspurður um hvort hann telji að breyta þurfi lögum til að skylda fólk á sóttkvíarhótel segir Kári að hann sé á þeirri skoðun að lögin, eins og þau eru í dag, heimili það að menn séu settir í sóttkví. „Hin klassíski skilningur á sóttkví er sá að það sé hægt að láta menn taka hana út hvar svo sem sóttvarnayfirvöld telja nauðsynlegt. Það er ekkert í lögunum sem segir að sóttkví eigi að taka út í heimahúsi. En það er deila um keisarans skegg, en ekki um efni málsins. Ég er ekki viss um að endilega sé best að nota hús úti í bæ. Það er einn möguleikinn. Annar er að hafa nánara eftirlit með þeim sem eru í sóttkví. Það gæti kallað á töluvert mikinn mannskap. En allavega þá þurfum við að finna einhverja leið til þess að sjá til þess að fólk sem smitast, eða er í hættu á að hafa smitast, að það umgangist ekki aðra að því marki að það leiði til smita. Það er ósköp einfalt.“ Ekki tekist að byggja brú Það kom fram hjá þér um daginn að það væru mögulega íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi sem væru að ferðast erlendis sem væru að koma með smit til landsins. Það virðist vera í öðru tilvikinu núna. Þarf kannski að miðla upplýsingum með öðrum hætti til þessa hóps eða hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég held að það endurspeglist í því sú staðreynd að við höfum ekki verið nógu dugleg að byggja brú yfir til þessa pólska samfélags á Íslandi. Þannig að það sem miður fer finnst mér vera okkur að kenna. Við höfum ekki tekið almennilega á móti þessu fólki. Alla vega er ljóst að þessir Íslendingar af erlendu bergi brotnir eiga í meiri erfiðleikum að halda sóttkvíarreglurnar heldur en aðrir. Og það þarf að finna einhverja leið til að takast á við það án þess að benda fingri á þetta fólk sérstaklega,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
„Ég er dálítið hræddur um að við séum búin að missa stjórn á því sem er að gerast. Ég held að við eigum að undirbúa okkur undir að herða ólina aftur. Ég er voðalega hræddur um að ekki sé hægt að hemja þetta án þess að gera það.“ Þetta segir Kári í samtali við fréttastofu, en síðustu sólarhringa hafa fjörutíu manns greinst með veiruna, og þar af tíu utan sóttkvíar. Má rekja smitin til brota á reglum um sóttkví á landamærum. Deila um keisarans skegg Aðspurður um hvort hann telji að breyta þurfi lögum til að skylda fólk á sóttkvíarhótel segir Kári að hann sé á þeirri skoðun að lögin, eins og þau eru í dag, heimili það að menn séu settir í sóttkví. „Hin klassíski skilningur á sóttkví er sá að það sé hægt að láta menn taka hana út hvar svo sem sóttvarnayfirvöld telja nauðsynlegt. Það er ekkert í lögunum sem segir að sóttkví eigi að taka út í heimahúsi. En það er deila um keisarans skegg, en ekki um efni málsins. Ég er ekki viss um að endilega sé best að nota hús úti í bæ. Það er einn möguleikinn. Annar er að hafa nánara eftirlit með þeim sem eru í sóttkví. Það gæti kallað á töluvert mikinn mannskap. En allavega þá þurfum við að finna einhverja leið til þess að sjá til þess að fólk sem smitast, eða er í hættu á að hafa smitast, að það umgangist ekki aðra að því marki að það leiði til smita. Það er ósköp einfalt.“ Ekki tekist að byggja brú Það kom fram hjá þér um daginn að það væru mögulega íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi sem væru að ferðast erlendis sem væru að koma með smit til landsins. Það virðist vera í öðru tilvikinu núna. Þarf kannski að miðla upplýsingum með öðrum hætti til þessa hóps eða hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég held að það endurspeglist í því sú staðreynd að við höfum ekki verið nógu dugleg að byggja brú yfir til þessa pólska samfélags á Íslandi. Þannig að það sem miður fer finnst mér vera okkur að kenna. Við höfum ekki tekið almennilega á móti þessu fólki. Alla vega er ljóst að þessir Íslendingar af erlendu bergi brotnir eiga í meiri erfiðleikum að halda sóttkvíarreglurnar heldur en aðrir. Og það þarf að finna einhverja leið til að takast á við það án þess að benda fingri á þetta fólk sérstaklega,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira