Naut réðst á vinnukonu á meðan bóndinn létti á sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. apríl 2021 06:16 Bóndinn sagði að konan hefði átt að gera sér grein fyrir hættunni sem stafaði af nautinu. Unsplash/Elmarie van Rooyen Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem á rætur sínar að rekja alla leið aftur til ársins 2010 þegar naut réðist á konu í ónefndri sveit hér á landi. Konan stefndi bóndandum á bænum og Vátryggingafélagi Íslands árið 2018 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir. Bóndinn var sýknaður en VÍS dæmt til að greiða konunni fullar bætur. Atvik voru með þeim hætti að bóndinn, konan og sonur hennar voru í bíltúr en stoppuðu við nautgripagirðinguna. Bóndinn fór að „létta á sér“ en á meðan opnaði konan hlið og vissi ekki fyrr en naut hafði ráðist á hana. Sagði bóndann hafa beðið hana um að opna hliðið Þegar hann varð þessa var ók bóndinn bifreiðinni inn til að styggja nautin og hringdi síðan á 112. Konan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur og reyndist meðal annars mjaðmagrindar- og rifbeinsbrot. Varanleg örorka var metin 3 prósent. Konan var vinnukona hjá bóndanum og var frásögn hennar á þá leið að hann hefði beðið hana um að opna hliðið, þar sem til hefði staðið að reka fé úr girðingunni. Bóndinn vildi hins vegar ekki kannast við að hafa beðið konuna um það og hélt því raunar fram að girðinginn væri með þeim hætti að engar líkur væru á því að fé gæti komist inn fyrir hana. Bóndinn var með landbúnaðartryggingu hjá VÍS, sem hafnaði í fyrstu bótaskyldu. Þegar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafði úrskurðað konunni í vil samþykkti tryggingafélagið hins vegar að greiða henni bætur en dró ætlaðar bætur úr slysatryggingu launþega frá. Bóndinn sýknaður en VÍS dæmt til að greiða að fullu Konan mótmælti frádrættinum á þeim forsendum að engin slysatrygging launþega væri til staðar þar sem bóndinn hafði ekki keypt slíka tryggingu. Þá taldi hún tjón sitt mega rekja til „ólögmætrar og saknæmrar háttsemi“ bóndans, sem hefði „vanrækt að veita stefnanda viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi það starf sem hún sinnti þegar slysið varð og ekki tryggt að fyllsta öryggis vær gætt.“ Bóndinn hélt því fram fyrir sitt leyti að hann ætti ekki aðild að málinu, þar sem hann væri ekki eigandi nautsins. Þá sagði hann slysið „óhappatilvik“ en ekki saknæma háttsemi. Enn fremur hefði slysið ekki átt sér stað á vinnutíma. Héraðsdómur tók undir sjónarmið bóndans og sýknaði hann af öllum kröfum á þeim forsendum að atvikið hefði ekki átt sér stað á vinnutíma og að ósannað væri að hann hefði beðið konuna um að opna hliðið. Slysið mætti því ekki rekja til saknæmrar háttsemi hans. Dómurinn sagði VÍS hins vegar hafa fallist á greiðsluskyldu með bindandi hætti og að þar sem ósannað væri að konan hefði verið að störfum þegar slysið átti sér stað væri ekki hægt að fallast á heimild VÍS til að draga bætur úr slysatryggingu launþega frá bótum. Málskostnaður aðila var látinn falla niður í héraðsdómi en bóndinn var dæmdur til að greiða málskostnað sinn fyrir Landsrétti. Dómurinn í heild. Dómsmál Landbúnaður Dýr Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Konan stefndi bóndandum á bænum og Vátryggingafélagi Íslands árið 2018 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir. Bóndinn var sýknaður en VÍS dæmt til að greiða konunni fullar bætur. Atvik voru með þeim hætti að bóndinn, konan og sonur hennar voru í bíltúr en stoppuðu við nautgripagirðinguna. Bóndinn fór að „létta á sér“ en á meðan opnaði konan hlið og vissi ekki fyrr en naut hafði ráðist á hana. Sagði bóndann hafa beðið hana um að opna hliðið Þegar hann varð þessa var ók bóndinn bifreiðinni inn til að styggja nautin og hringdi síðan á 112. Konan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur og reyndist meðal annars mjaðmagrindar- og rifbeinsbrot. Varanleg örorka var metin 3 prósent. Konan var vinnukona hjá bóndanum og var frásögn hennar á þá leið að hann hefði beðið hana um að opna hliðið, þar sem til hefði staðið að reka fé úr girðingunni. Bóndinn vildi hins vegar ekki kannast við að hafa beðið konuna um það og hélt því raunar fram að girðinginn væri með þeim hætti að engar líkur væru á því að fé gæti komist inn fyrir hana. Bóndinn var með landbúnaðartryggingu hjá VÍS, sem hafnaði í fyrstu bótaskyldu. Þegar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafði úrskurðað konunni í vil samþykkti tryggingafélagið hins vegar að greiða henni bætur en dró ætlaðar bætur úr slysatryggingu launþega frá. Bóndinn sýknaður en VÍS dæmt til að greiða að fullu Konan mótmælti frádrættinum á þeim forsendum að engin slysatrygging launþega væri til staðar þar sem bóndinn hafði ekki keypt slíka tryggingu. Þá taldi hún tjón sitt mega rekja til „ólögmætrar og saknæmrar háttsemi“ bóndans, sem hefði „vanrækt að veita stefnanda viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi það starf sem hún sinnti þegar slysið varð og ekki tryggt að fyllsta öryggis vær gætt.“ Bóndinn hélt því fram fyrir sitt leyti að hann ætti ekki aðild að málinu, þar sem hann væri ekki eigandi nautsins. Þá sagði hann slysið „óhappatilvik“ en ekki saknæma háttsemi. Enn fremur hefði slysið ekki átt sér stað á vinnutíma. Héraðsdómur tók undir sjónarmið bóndans og sýknaði hann af öllum kröfum á þeim forsendum að atvikið hefði ekki átt sér stað á vinnutíma og að ósannað væri að hann hefði beðið konuna um að opna hliðið. Slysið mætti því ekki rekja til saknæmrar háttsemi hans. Dómurinn sagði VÍS hins vegar hafa fallist á greiðsluskyldu með bindandi hætti og að þar sem ósannað væri að konan hefði verið að störfum þegar slysið átti sér stað væri ekki hægt að fallast á heimild VÍS til að draga bætur úr slysatryggingu launþega frá bótum. Málskostnaður aðila var látinn falla niður í héraðsdómi en bóndinn var dæmdur til að greiða málskostnað sinn fyrir Landsrétti. Dómurinn í heild.
Dómsmál Landbúnaður Dýr Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira