Innlent

Öll sem voru á Ís­lenska barnum 9. apríl fari í skimun

Sylvía Hall skrifar
Einstaklingur smitaður af kórónuveirunni var á Íslenska barnum föstudaginn 9. apríl.
Einstaklingur smitaður af kórónuveirunni var á Íslenska barnum föstudaginn 9. apríl. Facebook

Einstaklingur sem smitaður var af kórónuveirunni sótti Íslenska barinn í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 9. apríl. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu barsins nú síðdegis þar sem gestir barsins þann daginn eru hvattir til þess að fara í skimun.

„Til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu þá er öllum sem sóttu staðinn 9. apríl sl. hvattir til að fara í skimun, ekki er þörf á að fara í sóttkví. Þegar skimun er lokið þá er fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstaða berst. Hægt er að panta skimun á heilsuvera.is,“ segir í færslunni.

Skráningar gesta þann daginn hafa verið sendar til rakningarteymis almannavarna og til þess að gæta fyllsta öryggis voru listar úr báðum sóttvarnahólfum sendir. Allir gestir ættu því að fá skilaboð með strikamerki fyrir skimun.


Tengdar fréttir

Katrín um sótt­kvíar­brot: „Við erum að herða eftir­lit“

Þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra var spurð út í það í Víglínunni hvort ítrekuð dæmi um sóttkvíarbrot væru ekki tilefni til að endurskoða reglur á landamærunum sagði hún að verið væri að herða eftirlit með fólki.

Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“

Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.