Verður meinaður aðgangur að deildarkeppnum ef þau taka þátt í ofurdeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 15:45 Eigendur Manchester United og Tottenham Hotspur voru hlynntir stofnun ofurdeildar Evrópu. vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar standa saman gegn stofnun ofurdeildar Evrópu. Þau lið sem ætli sér að taka þátt í slíkri deild fá ekki keppnisleyfi í heimalöndum sínum. UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa voru ekki lengi að gefa frá sér yfirlýsingu eftir orðróma dagsins um að tólf lið – sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu – væru tilbúin að stofna ofurdeild Evrópu. „Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem gera atlögu að skilgreiningunni á opinni keppni og heilindum íþrótta. Úrvalsdeildin er stolt að halda úti keppni sem fær hvað mest áhorf um heim allan. Ofurdeild Evrópu mun grafa undan knattspyrnu í heild sinni og mun hafa skaðleg áhrif á ensku úrvalsdeildina og liðin sem í henni eru,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildinni. Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnusambanda Englands, Ítalíu og Spánar er á sama veg. Þar segir að samböndin muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu. Ofurdeildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en nú hefur UEFA sent skýr skilaboð. Fari svo að lið ætli sér að vera með í svokallaðri ofurdeild – sem inniheldur lið sem eru um miðja deild í deildarkeppninni heima fyrir – verður neitað um þátttöku í deildarkeppni síns lands. Florentino Perez to be Chairman Henry, Glazer, Kroenke and Agnelli to be vice-chairmen 6 English, 3 Spanish, 3 Italian teams signed upMARTIN SAMUEL: English football's Big Six to reveal plan to join Super League TONIGHT https://t.co/V07TF0uo3u— MailOnline Sport (@MailSport) April 18, 2021 Þá hafði komið babb í bátinn er Þýskalandsmeistarar Bayern og Frakklandsmeistarar París Saint-Germain höfðu gefið út að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Hvort þetta sé það síðasta sem við heyrum af téðri ofurdeild verður að koma í ljós en miðað við sum liðin sem vilja stofna slíka deild ætti frekar að kalla hana miðlungsdeildina. Fótbolti UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira
UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa voru ekki lengi að gefa frá sér yfirlýsingu eftir orðróma dagsins um að tólf lið – sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu – væru tilbúin að stofna ofurdeild Evrópu. „Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem gera atlögu að skilgreiningunni á opinni keppni og heilindum íþrótta. Úrvalsdeildin er stolt að halda úti keppni sem fær hvað mest áhorf um heim allan. Ofurdeild Evrópu mun grafa undan knattspyrnu í heild sinni og mun hafa skaðleg áhrif á ensku úrvalsdeildina og liðin sem í henni eru,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildinni. Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnusambanda Englands, Ítalíu og Spánar er á sama veg. Þar segir að samböndin muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu. Ofurdeildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en nú hefur UEFA sent skýr skilaboð. Fari svo að lið ætli sér að vera með í svokallaðri ofurdeild – sem inniheldur lið sem eru um miðja deild í deildarkeppninni heima fyrir – verður neitað um þátttöku í deildarkeppni síns lands. Florentino Perez to be Chairman Henry, Glazer, Kroenke and Agnelli to be vice-chairmen 6 English, 3 Spanish, 3 Italian teams signed upMARTIN SAMUEL: English football's Big Six to reveal plan to join Super League TONIGHT https://t.co/V07TF0uo3u— MailOnline Sport (@MailSport) April 18, 2021 Þá hafði komið babb í bátinn er Þýskalandsmeistarar Bayern og Frakklandsmeistarar París Saint-Germain höfðu gefið út að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Hvort þetta sé það síðasta sem við heyrum af téðri ofurdeild verður að koma í ljós en miðað við sum liðin sem vilja stofna slíka deild ætti frekar að kalla hana miðlungsdeildina.
Fótbolti UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira