Innlent

Þrettán greindust innanlands og átta utan sóttkvíar

Samúel Karl Ólason skrifar
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu Vísir/Vilhelm

Þrettán greindust með Covid-19 innanlands í gær. Fimm þeirra voru í sóttkví. Af þessum þrettán tengjast tíu þeirra leikskólanum Jörfa við Hæðagarð í Reykjavík.

Allir starfsmenn og nemendur skólands eru í sóttkví en þar eru tæplega hundrað börn og 33 starfsmenn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að öllum börnum, foreldrum og starfsmönnum verði boðið í skimun í dag. Sérstakur valhnappur fyrir þau verður settur á heilsuvera.is seinna í dag.

„Sóttvarnalæknir og almannavarnir hvetja alla þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem fullorðna. Einnig hvetjum við íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum, ástæðan er mikil samskipti á milli fólks og krakkarnir eðlilega mikið að ferðinni,“ segir í tilkynningunni

Þá segir að mikilvægt sé að allir sem finni fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til COVID-19 fari í skimun.

„Til upprifjunar geta einkenni COVID-19 verið mismunandi milli einstaklinga og sumir fá væg einkenni en þau geta verið: hiti, hósti, andþyngsli, kvef, hálsbólga, beinverkir, höfuðverkur; sjaldgæfari einkenni eru ógleði, þreyta, uppköst og skyndilegt tap á bragð- og lyktarskyni.

Almennt ef einstaklingar verða veikir ættu þeir ekki að snúa aftur til vinnu nema eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýntatöku. Við lok veikinda þrátt fyrir að hafa fengið neikvæða niður stöðu áður t.d. við upphaf veikinda.

Stjórnendur og atvinnurekendur eru beðnir að huga sérstaklega að þessu.“

Covid.is, upplýsingasíða almannavarna og landlæknis um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, er ekki uppfærð um helgar. Nánari upplýsingar um fjölda sýna, nýgengi og aðrar ítarlegar upplýsingar verða því aðgengilegar á vefnum klukkan ellefu á morgun.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×