Innlent

Smitum fjölgar á leik­skólanum Jörfa: Starfs­fólk, börn og for­eldrar í sótt­kví fram á föstu­dag

Sylvía Hall skrifar
Leikskólinn Jörfi verður lokaður eftir helgi vegna smitanna.
Leikskólinn Jörfi verður lokaður eftir helgi vegna smitanna. Já.is

Fleiri starfsmenn á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafa greinst með kórónuveiruna í dag eftir starfsmaður þar greindist með veiruna í gær. Starfsmaðurinn fór veikur heim á fimmtudag og voru rúmlega tuttugu börn og allt starfsfólk á einni deild sett í sóttkví.

Þetta staðfestir Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta fullyrt um nákvæman fjölda en samkvæmt heimildum fréttastofu greindust hátt í tíu í dag. 

Greint var frá fyrsta smitinu sem kom þar upp í dag, en starfsmaðurinn sem greindist með veiruna ku vera mjög veikur og liggur ekki fyrir hvernig hann smitaðist að svo stöddu.

„Það hafa verið fleiri smit staðfest í dag og á morgun fara þeir starfsmenn í skimun sem ekki fóru í dag. Það er ljóst að leikskólanum verður lokað eftir helgi,“ segir Sigrún.

Í pósti sem var sendur til foreldra í kvöld kemur fram að allt starfsfólk, öll börn og foreldrar þeirra þurfi í sóttkví til 23. apríl næstkomandi.

„Staðan í Jörfa er alvarlegri en fyrr í dag. Nú hafa bæst við fleiri smit. Okkur þykir leitt að tilkynna ykkur að það er krafa smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis að allir starfsmenn, öll börn, foreldrar og allir á heimilum þeirra eigi að fara í sóttkví frá og með 18. apríl til 23. apríl þar sem þau voru útsett fyrir smiti,“ segir í póstinum. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.