Úrskurður siðanefndar RÚV í máli Helga Seljan endanlegur og verður ekki áfrýjað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 12:08 Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur svarað bón Helga Seljan fréttamanns, sem krafðist þess að úrskurður nefndarinnar í máli hans verði endurupptekinn, á þá leið að það sé ekki hægt. Nefndin kveðst ekki hafa neinar forsendur til að endurupptaka úrskurðinn, hann sé því endanlegur og verði ekki áfrýjað. Þetta kemur fram í svarbréfi siðanefndar við endurupptökubeiðni Helga sem Vísir hefur undir höndum. Í svarbréfinu segir að siðanefndin sé ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga og sé ekki skipuð lögum samkvæmt. Nefndin sé þar af leiðandi ekki bundin af stjórnsýslulögum þrátt fyrir að hún byggi á meginreglum stjórnsýslunnar hvað varðar andmælarétt og jafnræði aðila í málsmeðferð sem og hvað varðar að upplýsa mál. Líkt og Vísir hefur fjallað um krafðist Helgi Seljan endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar Rúv sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Þá taldi Helgi Sigrúnu Stefánsdóttur, sem situr í siðanefnd Rúv, vera vanhæfa vegna meintra tengsla hennar við Samherja. Siðanefndin telur hins vegar að ekkert komi fram í endurupptökubeiðninni sem gefi til kynna að Sigrún hafi ekki verið hæf í skilningi stjórnsýslulaga. „Afmarkað verkefni Sigrúnar er varðar Vísindaskóla unga fólksins, sem er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er innan Háskólans á Akukreyri, lá fyrir og er greitt af Háskólanum á Akureyri, þó starfsemi skólans sé vissulega studd af 20-25 fyrirtækum á Akureyri. Seta hennar í stjórn fjölmiðilsins N4, undanfarin 7 ár, sem sjálfstæður stjórnarmaður er öllum kunn. Hún er ekki eigandi fjölmiðilsins né á fjölmiðillinn sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu. Fjölmiðillinn er jafnframt með skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og stjórn hans kemur að engu leyti að ritstjórn og daglegum störfum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Nefndin telji þannig ekkert hafa komið fram sem dragi óhlutdrægni hennar í efa. Báðust afsökunar á mistökum Siðanefnd segir ennfremur í bréfi sínu að mistök nefndarinnar sem vísað var til í endurupptökubeiðninni hafi verið leiðrétt, en í endurupptökubeiðni Helga voru færð rök fyrir því að endurupptaka ætti úrskurðinn í heild þar sem nefndin hafi metið ummæli hans heildstætt til að komast að niðurstöðu, en meðal annars hafi verið lagt mat á ummæli sem ekki fjölluðu um Samherja. „Voru þau mistök umsvifalaust leiðrétt og aðilum tilkynnt um það ásamt því mati nefndarinar að þessi mistök hefðu engin áhrif á niðurstöðu málsins. Í sérstöku skriflegu erindi bað siðanefndin Helga Seljan afsökunar á þessum mistökum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Þetta kemur fram í svarbréfi siðanefndar við endurupptökubeiðni Helga sem Vísir hefur undir höndum. Í svarbréfinu segir að siðanefndin sé ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga og sé ekki skipuð lögum samkvæmt. Nefndin sé þar af leiðandi ekki bundin af stjórnsýslulögum þrátt fyrir að hún byggi á meginreglum stjórnsýslunnar hvað varðar andmælarétt og jafnræði aðila í málsmeðferð sem og hvað varðar að upplýsa mál. Líkt og Vísir hefur fjallað um krafðist Helgi Seljan endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar Rúv sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Þá taldi Helgi Sigrúnu Stefánsdóttur, sem situr í siðanefnd Rúv, vera vanhæfa vegna meintra tengsla hennar við Samherja. Siðanefndin telur hins vegar að ekkert komi fram í endurupptökubeiðninni sem gefi til kynna að Sigrún hafi ekki verið hæf í skilningi stjórnsýslulaga. „Afmarkað verkefni Sigrúnar er varðar Vísindaskóla unga fólksins, sem er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er innan Háskólans á Akukreyri, lá fyrir og er greitt af Háskólanum á Akureyri, þó starfsemi skólans sé vissulega studd af 20-25 fyrirtækum á Akureyri. Seta hennar í stjórn fjölmiðilsins N4, undanfarin 7 ár, sem sjálfstæður stjórnarmaður er öllum kunn. Hún er ekki eigandi fjölmiðilsins né á fjölmiðillinn sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu. Fjölmiðillinn er jafnframt með skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og stjórn hans kemur að engu leyti að ritstjórn og daglegum störfum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Nefndin telji þannig ekkert hafa komið fram sem dragi óhlutdrægni hennar í efa. Báðust afsökunar á mistökum Siðanefnd segir ennfremur í bréfi sínu að mistök nefndarinnar sem vísað var til í endurupptökubeiðninni hafi verið leiðrétt, en í endurupptökubeiðni Helga voru færð rök fyrir því að endurupptaka ætti úrskurðinn í heild þar sem nefndin hafi metið ummæli hans heildstætt til að komast að niðurstöðu, en meðal annars hafi verið lagt mat á ummæli sem ekki fjölluðu um Samherja. „Voru þau mistök umsvifalaust leiðrétt og aðilum tilkynnt um það ásamt því mati nefndarinar að þessi mistök hefðu engin áhrif á niðurstöðu málsins. Í sérstöku skriflegu erindi bað siðanefndin Helga Seljan afsökunar á þessum mistökum,“ segir í svarbréfi siðanefndar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent