Fótbolti

Sann­færður um að Messi fram­lengi við Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spilar Messi enn einn El Clásico á næstu leiktíð?
Spilar Messi enn einn El Clásico á næstu leiktíð? Alex Caparros/Getty Images

Joan Laporta, forseti Barcelona, er viss um að Lionel Messi verði áfram hjá félaginu og muni framlengja samning sinn við Katalóníurisann.

Samningur Argentínumannsins renunr út í sumar og það hefur enn ekki verið gefið út hvort að Messi verði áfram hjá félaginu eður ei.

Fyrr í dag tilkynnti spænski fjölmiðillinn Sport að Messi muni fyrst fá framlengdan samning sinn við félagið er Laporta hafi fengið yfirsýn yfir fjármál félagsins.

Forsetinn sjálfur er þó viss um að Messi muni verði áfram hjá félaginu.

„Ég mun gera allt sem hægt er til þess að tryggja að hann verði áfram hér,“ sagði Laporta samkvæmt Football Espana.

„Messi er áhugasamur og hann er ótrúleg persóna. Ég er sannfærður um að hann mun halda áfram ferlinum hér.“

Hinn 33 ára Messi hefur skorað 23 mörk í 28 leikjum Barcelona á tímabilinu en Börsungar eru í hörku toppbaráttu við bæði Madrídar-liðið; Atletico og Real.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.