Hræringarnar búnar að auka orku Svartsengis Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2021 23:10 Jóhann Snorri Sigurbergsson er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. Sigurjón Ólason Umbrotahrinan á Reykjanesskaga hefur fært aukinn kraft í jarðhitakerfi Svartsengis, sem skilar núna meiri gufu til orkuframleiðslu hjá HS Orku. Sprungur í malbiki og hrundar hraunhleðslur eru helstu ummerkin í Svartsengi eftir jarðskjálftahrinuna öflugu í aðdraganda eldgossins. Gosið sjálft ógnar hins vegar ekki orkuverinu. „Þessi staðsetning á eldgosinu er mjög heppileg hvað þetta varðar. Þetta er þannig staðsett að það er ólíklegt að kvika renni hér yfir okkar innviði þannig að við erum mjög fegin,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, í fréttum Stöðvar 2. „Okkar jarðfræðingar hefðu líklega valið þennan stað ef þeir hefðu fengið að velja hvar eldgosið ætti að koma upp," bætir hann við. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Fjallið Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðskjálftahrinan hefur ekki bara opnað sprungur á yfirborði heldur einnig í jarðhitakerfum neðanjarðar, sem fæða orkuver eins og það í Svartsengi. „Jarðskjálftar hafa yfirleitt alltaf einhver áhrif á okkar jarðhitakerfi, eða kerfið sem við vinnum upp úr. Og við sjáum það eftir þessa hrinu, sem var núna fyrr í ár, að áhrifin eru frekar jákvæð heldur en neikvæð. Þau eru jákvæð. Það er aukinn kraftur í kerfinu. Við fáum í rauninni meira magn af gufu heldur en við fengum áður, svona lítillega, sem er eitthvað sem við bjuggumst við.“ -Og kannski jarðeldurinn kyndir ennþá betur undir? „Ekki ennþá. Við sjáum enga tengingu við það sem er að gerast þarna við Fagradalsfjall í kerfinu okkar. Af því að þetta virðast vera ótengd kerfi. En þetta kemur líklega bara úr sömu eldkúlunni og við erum að vinna úr hérna. Þannig að þetta er einhvern veginn tengt. Spurning hvað þú þarft að fara neðarlega,“ segir Jóhann Snorri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grindavík Orkumál Jarðhiti Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Sprungur í malbiki og hrundar hraunhleðslur eru helstu ummerkin í Svartsengi eftir jarðskjálftahrinuna öflugu í aðdraganda eldgossins. Gosið sjálft ógnar hins vegar ekki orkuverinu. „Þessi staðsetning á eldgosinu er mjög heppileg hvað þetta varðar. Þetta er þannig staðsett að það er ólíklegt að kvika renni hér yfir okkar innviði þannig að við erum mjög fegin,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, í fréttum Stöðvar 2. „Okkar jarðfræðingar hefðu líklega valið þennan stað ef þeir hefðu fengið að velja hvar eldgosið ætti að koma upp," bætir hann við. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Fjallið Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðskjálftahrinan hefur ekki bara opnað sprungur á yfirborði heldur einnig í jarðhitakerfum neðanjarðar, sem fæða orkuver eins og það í Svartsengi. „Jarðskjálftar hafa yfirleitt alltaf einhver áhrif á okkar jarðhitakerfi, eða kerfið sem við vinnum upp úr. Og við sjáum það eftir þessa hrinu, sem var núna fyrr í ár, að áhrifin eru frekar jákvæð heldur en neikvæð. Þau eru jákvæð. Það er aukinn kraftur í kerfinu. Við fáum í rauninni meira magn af gufu heldur en við fengum áður, svona lítillega, sem er eitthvað sem við bjuggumst við.“ -Og kannski jarðeldurinn kyndir ennþá betur undir? „Ekki ennþá. Við sjáum enga tengingu við það sem er að gerast þarna við Fagradalsfjall í kerfinu okkar. Af því að þetta virðast vera ótengd kerfi. En þetta kemur líklega bara úr sömu eldkúlunni og við erum að vinna úr hérna. Þannig að þetta er einhvern veginn tengt. Spurning hvað þú þarft að fara neðarlega,“ segir Jóhann Snorri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grindavík Orkumál Jarðhiti Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20
Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49