Innlent

Steingrímur sloj og dregur sig í hlé

Jakob Bjarnar skrifar
Steingrímur dró sig í hlé á þinginu í dag en það er einhver lurða í forsetanum.
Steingrímur dró sig í hlé á þinginu í dag en það er einhver lurða í forsetanum. vísir/vilhelm

Ýmsir þingmenn voru hugsi, í ljósi almennra tilmæla sóttvarnaryfirvalda að þeir sem væru með flensueinkenni, héldu sig til hlés, á þinginu í dag. En þar var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, afar aumingjalegur að sjá.

Samkvæmt heimildum Vísis var til að mynda Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem hefur þungar áhyggjur af því að sóttvörnum sé ekki fylgt, ósátt við að sjá hinn framúrlega forseta á þinginu svona á sig kominn. 

Steingrímur ritaði bréf sem hann sendi forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúum bréf þar sem hann greindi frá nánar frá krankleika sínum og viðbrögðum við honum:

„Vil upplýsa og útskýra að ég mun halda mig frá forsetastólnum í dag eins og ég gerði í gær. Ástæðan er að ég er hás og hálf raddlaus. En, ég fór auðvitað strax í covid próf eins og ábyrgt er að gera og hélt mig heima eftir það í gær. Niðurstaðan undir kvöld var neikvæð, sem sagt bara kvef og aumingjaskapur í mér,“ segir Steingrímur í bréfi sínu. Og lýsir nánar lumpulegri framgöngu sinni.

„En, þar sem ég er enn hás held ég að best sé að hlífa mönnum við mér sem forseta og ekki rétt að bjóða upp á umtal um að veikur maður sé engu að síður að stjórna fundum Alþingis. En, þar sem ég er með glænýtt neikvætt próf upp á vasann þá er ég á svæðinu og mun taka þátt í atkvæðagreiðslu.“

Uppfært 18:45. 

Missagt er að Steingrímur hafi ritað þingheimi bréfið sem er til grundvallar þessari frétt. Hið rétta er að bréfið var til forsætisnefndar og áheyrnarfulltrúa. Það bréf var sent um strax að morgni dags þannig að forsetinn var ekki að bregðast við viðbrögðum. Þetta hefur verið lagfært.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.