Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2021 12:46 Strætó velti því upp í umsögn við boðaða lækkun hámarkshraða hvort hún gæti haft neikvæð áhrif á rekstrarkostnað. Vísir/vilhelm Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Stefnan er að inni í hverfum verði hámarkshraði 30 en 40 á stofnæðum. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að uppi hafi verið áhyggjur um að lækkunin gæti haft neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. „Það felst þá í því að leiðirnar eru skipulagðar þannig að við reynum að nýta vagnana sem best. Þar af leiðandi ef meðalhraðinn lækkar nær sá vagnafjöldi sem er notaður í dag ekki til að keyra leiðina og þá þyrfti að bæta við vögnum.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Bent er á það í svari Reykjavíkurborgar við umsögn Strætó um hraðalækkunina að aksturshraði strætisvagna nái oft ekki núverandi hámarkshraða, til dæmis vegna umferðarljósa, biðstöðva, gatnamóta og annarrar umferðar. Greining á mögulegum áhrifum, sem ættu þó samkvæmt fyrstu niðurstöðum að vera óveruleg, stendur nú yfir. „Eina mótvægisaðgerðin til þess að þá allavega lágmarka algjörlega þessi áhrif ef einhver eru er náttúrulega bara að Strætó fái forgang á umferðarljósum. Við höfum séð það í gegnum tíðina í okkar gögnum að mestu stoppin eru í kringum gatnamót og ef við getum minnkað þau hef ég ekkert verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Jóhannes. Jóhannes kveðst sjálfur jákvæður gagnvart boðuðum breytingum en þær þurfi að ígrunda vel. „Rökin eru allavega mjög skýr og það vita það svosem flestir að minni meðalhraði hefur góð áhrif á öryggi annarra í umferðinni. Þannig að út frá því er þetta hið besta mál en það þarf auðvitað að skoða allar hliðar teningsins.“ Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Strætó Tengdar fréttir Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. 14. apríl 2021 18:41 Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. 14. apríl 2021 15:10 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Sjá meira
Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Stefnan er að inni í hverfum verði hámarkshraði 30 en 40 á stofnæðum. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að uppi hafi verið áhyggjur um að lækkunin gæti haft neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. „Það felst þá í því að leiðirnar eru skipulagðar þannig að við reynum að nýta vagnana sem best. Þar af leiðandi ef meðalhraðinn lækkar nær sá vagnafjöldi sem er notaður í dag ekki til að keyra leiðina og þá þyrfti að bæta við vögnum.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Bent er á það í svari Reykjavíkurborgar við umsögn Strætó um hraðalækkunina að aksturshraði strætisvagna nái oft ekki núverandi hámarkshraða, til dæmis vegna umferðarljósa, biðstöðva, gatnamóta og annarrar umferðar. Greining á mögulegum áhrifum, sem ættu þó samkvæmt fyrstu niðurstöðum að vera óveruleg, stendur nú yfir. „Eina mótvægisaðgerðin til þess að þá allavega lágmarka algjörlega þessi áhrif ef einhver eru er náttúrulega bara að Strætó fái forgang á umferðarljósum. Við höfum séð það í gegnum tíðina í okkar gögnum að mestu stoppin eru í kringum gatnamót og ef við getum minnkað þau hef ég ekkert verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Jóhannes. Jóhannes kveðst sjálfur jákvæður gagnvart boðuðum breytingum en þær þurfi að ígrunda vel. „Rökin eru allavega mjög skýr og það vita það svosem flestir að minni meðalhraði hefur góð áhrif á öryggi annarra í umferðinni. Þannig að út frá því er þetta hið besta mál en það þarf auðvitað að skoða allar hliðar teningsins.“
Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Strætó Tengdar fréttir Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. 14. apríl 2021 18:41 Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. 14. apríl 2021 15:10 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Sjá meira
Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11
Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. 14. apríl 2021 18:41
Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. 14. apríl 2021 15:10