Innlent

Stöðvaði um­ferð við Kringlu­mýrar­braut

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ökumaður og farþegar bifreiðarinnar komust út af sjálfsdáðum.
Ökumaður og farþegar bifreiðarinnar komust út af sjálfsdáðum. Vísir/Egill

Lögregla og slökkvilið voru kölluð að gatnamótum Listabrautar og Kringlumýrarbrautar eftir að ekið var utan í vegrið. Bifreiðin sem ekið var er töluvert skemmd.

Í samtali við fréttastofu segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að slys á fólki hafi verið óveruleg en sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang, ásamt slökkviliðsbíl sem ætlað var að sinna hreinsunarstarfi.

Ökumaður og farþegar bifreiðarinnar komust út af sjálfsdáðum, en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er bíllinn talsvert skemmdur.

Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísir/Egill


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.