Guðlaug skipuð skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2021 17:29 Guðlaug Einarsdóttir hefur starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu frá september 2018. Samsett Heilbrigðisráðherra hefur skipað Guðlaugu Einarsdóttur skrifstofustjóra á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu. Hún tekur við starfinu af Elsu B. Friðfinnsdóttur sem hefur gegnt því embætti frá árinu 2018. Guðlaug var valin úr hópi tólf umsækjenda um embættið að undangengnu mati ráðgefandi nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands. Mat nefndin Guðlaugu mjög vel hæfa til að gegna embættinu. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Guðlaug hafi starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu frá september 2018. Frá 2011 til 2018 starfaði hún hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fyrst sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, síðan sem verkefnastjóri frá 2013 og sem deildarstjóri hjúkrunardeilda frá 2016. Loks starfaði hún sem ljósmóðir á tveimur sjúkrahúsum í Danmörku, samtals í rúmlega tvö ár. Með fjölbreytta starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu Í störfum sínum hjá ráðuneytinu hefur Guðlaug meðal annars unnið að aðgerðaáætlun í þjónustu við einstaklinga með heilabilun, greiningu og eftirfylgni á þörf fyrir hjúkrunarrými og stýrt starfshópi um gerð heildrænnar skýrslu um barneignarþjónustu. Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að hæfnisnefnd telji Guðlaugu hafa fjölbreytta og víðtæka starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu og umtalsverða reynslu sem stjórnandi með mannaforráð. Þá hafi hún mikla þekkingu og reynslu á sviði verkefnastjórnar, bæði úr störfum í ráðuneytinu og sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Heilbrigðistofnunar Suðurlands. Guðlaug er jafnframt sögð hafa góða þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Guðlaug hefur tekið mikinn þátt í erlendu samstarfi og gegnt fjölda trúnaðarstarfa en meðal annars var hún formaður Ljósmæðrafélags Íslands um sex ára skeið. Þá hefur hún haldið marga fyrirlestra og birt fjölda greina bæði í dagblöðum og tímaritum. Guðlaug er með BS próf í hjúkrun og embættispróf í ljósmóðurfræðum frá Háskóla Íslands. Einnig er hún með MPM próf í verkefnastjórnun og hefur hlotið alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun IPMA Level C og D. Þá er hún jafnframt með diploma frá Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Í mati hæfnisnefndarinnar segir að Guðlaug hafi því háskólamenntun og framhaldsmenntun á tveimur sviðum sem nýtist mjög vel í starfi. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Guðlaug var valin úr hópi tólf umsækjenda um embættið að undangengnu mati ráðgefandi nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands. Mat nefndin Guðlaugu mjög vel hæfa til að gegna embættinu. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Guðlaug hafi starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu frá september 2018. Frá 2011 til 2018 starfaði hún hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fyrst sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, síðan sem verkefnastjóri frá 2013 og sem deildarstjóri hjúkrunardeilda frá 2016. Loks starfaði hún sem ljósmóðir á tveimur sjúkrahúsum í Danmörku, samtals í rúmlega tvö ár. Með fjölbreytta starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu Í störfum sínum hjá ráðuneytinu hefur Guðlaug meðal annars unnið að aðgerðaáætlun í þjónustu við einstaklinga með heilabilun, greiningu og eftirfylgni á þörf fyrir hjúkrunarrými og stýrt starfshópi um gerð heildrænnar skýrslu um barneignarþjónustu. Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að hæfnisnefnd telji Guðlaugu hafa fjölbreytta og víðtæka starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu og umtalsverða reynslu sem stjórnandi með mannaforráð. Þá hafi hún mikla þekkingu og reynslu á sviði verkefnastjórnar, bæði úr störfum í ráðuneytinu og sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Heilbrigðistofnunar Suðurlands. Guðlaug er jafnframt sögð hafa góða þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Guðlaug hefur tekið mikinn þátt í erlendu samstarfi og gegnt fjölda trúnaðarstarfa en meðal annars var hún formaður Ljósmæðrafélags Íslands um sex ára skeið. Þá hefur hún haldið marga fyrirlestra og birt fjölda greina bæði í dagblöðum og tímaritum. Guðlaug er með BS próf í hjúkrun og embættispróf í ljósmóðurfræðum frá Háskóla Íslands. Einnig er hún með MPM próf í verkefnastjórnun og hefur hlotið alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun IPMA Level C og D. Þá er hún jafnframt með diploma frá Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Í mati hæfnisnefndarinnar segir að Guðlaug hafi því háskólamenntun og framhaldsmenntun á tveimur sviðum sem nýtist mjög vel í starfi.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira