Guðlaug skipuð skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2021 17:29 Guðlaug Einarsdóttir hefur starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu frá september 2018. Samsett Heilbrigðisráðherra hefur skipað Guðlaugu Einarsdóttur skrifstofustjóra á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu. Hún tekur við starfinu af Elsu B. Friðfinnsdóttur sem hefur gegnt því embætti frá árinu 2018. Guðlaug var valin úr hópi tólf umsækjenda um embættið að undangengnu mati ráðgefandi nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands. Mat nefndin Guðlaugu mjög vel hæfa til að gegna embættinu. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Guðlaug hafi starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu frá september 2018. Frá 2011 til 2018 starfaði hún hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fyrst sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, síðan sem verkefnastjóri frá 2013 og sem deildarstjóri hjúkrunardeilda frá 2016. Loks starfaði hún sem ljósmóðir á tveimur sjúkrahúsum í Danmörku, samtals í rúmlega tvö ár. Með fjölbreytta starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu Í störfum sínum hjá ráðuneytinu hefur Guðlaug meðal annars unnið að aðgerðaáætlun í þjónustu við einstaklinga með heilabilun, greiningu og eftirfylgni á þörf fyrir hjúkrunarrými og stýrt starfshópi um gerð heildrænnar skýrslu um barneignarþjónustu. Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að hæfnisnefnd telji Guðlaugu hafa fjölbreytta og víðtæka starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu og umtalsverða reynslu sem stjórnandi með mannaforráð. Þá hafi hún mikla þekkingu og reynslu á sviði verkefnastjórnar, bæði úr störfum í ráðuneytinu og sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Heilbrigðistofnunar Suðurlands. Guðlaug er jafnframt sögð hafa góða þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Guðlaug hefur tekið mikinn þátt í erlendu samstarfi og gegnt fjölda trúnaðarstarfa en meðal annars var hún formaður Ljósmæðrafélags Íslands um sex ára skeið. Þá hefur hún haldið marga fyrirlestra og birt fjölda greina bæði í dagblöðum og tímaritum. Guðlaug er með BS próf í hjúkrun og embættispróf í ljósmóðurfræðum frá Háskóla Íslands. Einnig er hún með MPM próf í verkefnastjórnun og hefur hlotið alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun IPMA Level C og D. Þá er hún jafnframt með diploma frá Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Í mati hæfnisnefndarinnar segir að Guðlaug hafi því háskólamenntun og framhaldsmenntun á tveimur sviðum sem nýtist mjög vel í starfi. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Guðlaug var valin úr hópi tólf umsækjenda um embættið að undangengnu mati ráðgefandi nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands. Mat nefndin Guðlaugu mjög vel hæfa til að gegna embættinu. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Guðlaug hafi starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu frá september 2018. Frá 2011 til 2018 starfaði hún hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fyrst sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, síðan sem verkefnastjóri frá 2013 og sem deildarstjóri hjúkrunardeilda frá 2016. Loks starfaði hún sem ljósmóðir á tveimur sjúkrahúsum í Danmörku, samtals í rúmlega tvö ár. Með fjölbreytta starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu Í störfum sínum hjá ráðuneytinu hefur Guðlaug meðal annars unnið að aðgerðaáætlun í þjónustu við einstaklinga með heilabilun, greiningu og eftirfylgni á þörf fyrir hjúkrunarrými og stýrt starfshópi um gerð heildrænnar skýrslu um barneignarþjónustu. Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að hæfnisnefnd telji Guðlaugu hafa fjölbreytta og víðtæka starfsreynslu á sviði heilbrigðisþjónustu og umtalsverða reynslu sem stjórnandi með mannaforráð. Þá hafi hún mikla þekkingu og reynslu á sviði verkefnastjórnar, bæði úr störfum í ráðuneytinu og sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Heilbrigðistofnunar Suðurlands. Guðlaug er jafnframt sögð hafa góða þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Guðlaug hefur tekið mikinn þátt í erlendu samstarfi og gegnt fjölda trúnaðarstarfa en meðal annars var hún formaður Ljósmæðrafélags Íslands um sex ára skeið. Þá hefur hún haldið marga fyrirlestra og birt fjölda greina bæði í dagblöðum og tímaritum. Guðlaug er með BS próf í hjúkrun og embættispróf í ljósmóðurfræðum frá Háskóla Íslands. Einnig er hún með MPM próf í verkefnastjórnun og hefur hlotið alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun IPMA Level C og D. Þá er hún jafnframt með diploma frá Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Í mati hæfnisnefndarinnar segir að Guðlaug hafi því háskólamenntun og framhaldsmenntun á tveimur sviðum sem nýtist mjög vel í starfi.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira