Liverpool reynir aftur við ókleifan spænskan hamar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2021 11:00 Mohamed Salah skoraði í fyrri leiknum gegn Real Madrid og það mark gaf Liverpool von fyrir seinni leikinn. epa/Juanjo Martin Í annað sinn á þremur árum þarf Liverpool að vinna upp forskot spænsks stórliðs til að komast áfram í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid er í vænlegri stöðu eftir 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í síðustu viku. Vinícius Júnior skoraði tvö mörk fyrir Spánarmeistarana og Marco Asensio eitt. Mohamed Salah gerði mark ensku meistarana. Fyrir tveimur árum var Liverpool einnig ofan í djúpri holu eftir fyrri leikinn gegn erkifjendum Real Madrid, Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn og án nokkurra lykilmanna komu Liverpool til baka með eftirminnilegum hætti. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Georginio Wijaldum jafnaði einvígið með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og á 79. mínútu kom Origi sér í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðsins. Origi skoraði einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði Tottenham, 2-0. Liverpool þarf nú aftur að reyna við, að því er virðist, ókleifan spænskan hamar. Staðan er vissulega ekki jafn snúin og fyrir tveimur árum enda sneri heim Liverpool með útivallarmark í farteskinu en núna nýtur Rauði herinn ekki liðssinnis stuðningsmanna sinna. Stemmningin á Anfield í leiknum gegn Barcelona var mögnuð og átti sinn þátt í viðsnúningi Liverpool. „Ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í Madríd ætti þetta að vera mögulegt. En við getum ekki bara búist við endurkomu, sérstaklega á tómum velli. Við verðum skapa okkar eigin stemmningu aftur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sex sigrar í röð Liverpool vann Aston Villa, 2-1, á laugardaginn á meðan Real Madrid sigraði Barcelona með sömu markatölu í El Clásico sama dag. Með sigrinum komust Madrídingar tímabundið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Atlético Madrid endurheimti toppsætið daginn eftir. Real Madrid hefur verið á frábæru skriði að undanförnu, unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 30. janúar. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu standa Madrídingar vel að vígi í baráttunni um tvo stærstu titlana sem þeir eiga möguleika á, spænska meistaratitlinum og Evrópumeistaratitlinum. Real Madrid er með meirapróf í erfiðum leikjum í Meistaradeildinni og það er engin tilviljun að liðið hefur unnið hana fjórum sinnum síðan 2014. Magnaður Kroos Líkt og í fyrri leiknum verða Madrídingar án miðvarðanna Raphaëls Varane og Sergios Ramos í kvöld. Þeir eru báðir með kórónuveiruna og Ramos er meiddur í þokkabót. Éder Militao og Nacho hafa staðið vaktina í síðustu tveimur leikjum Real Madrid og gert það vel. Þeir litu allavega mun betur út en miðvarðapar Liverpool, sem samanstóð af Nathaniel Phillips og Ozan Kabak, í fyrri leiknum. Miðverðir Real Madrid fengu líka góða hjálp frá þremenningunum á miðju Real Madrid, þeim Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos, í fyrri leiknum. Þeir hafa spilað einstaklega vel í undanförnum leikjum, sérstaklega Kroos sem lagði upp mark í fyrri leiknum gegn Liverpool og skoraði svo gegn Barcelona. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Borussia Dortmund og Manchester City á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Real Madrid er í vænlegri stöðu eftir 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í síðustu viku. Vinícius Júnior skoraði tvö mörk fyrir Spánarmeistarana og Marco Asensio eitt. Mohamed Salah gerði mark ensku meistarana. Fyrir tveimur árum var Liverpool einnig ofan í djúpri holu eftir fyrri leikinn gegn erkifjendum Real Madrid, Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn og án nokkurra lykilmanna komu Liverpool til baka með eftirminnilegum hætti. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Georginio Wijaldum jafnaði einvígið með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og á 79. mínútu kom Origi sér í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðsins. Origi skoraði einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði Tottenham, 2-0. Liverpool þarf nú aftur að reyna við, að því er virðist, ókleifan spænskan hamar. Staðan er vissulega ekki jafn snúin og fyrir tveimur árum enda sneri heim Liverpool með útivallarmark í farteskinu en núna nýtur Rauði herinn ekki liðssinnis stuðningsmanna sinna. Stemmningin á Anfield í leiknum gegn Barcelona var mögnuð og átti sinn þátt í viðsnúningi Liverpool. „Ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í Madríd ætti þetta að vera mögulegt. En við getum ekki bara búist við endurkomu, sérstaklega á tómum velli. Við verðum skapa okkar eigin stemmningu aftur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sex sigrar í röð Liverpool vann Aston Villa, 2-1, á laugardaginn á meðan Real Madrid sigraði Barcelona með sömu markatölu í El Clásico sama dag. Með sigrinum komust Madrídingar tímabundið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Atlético Madrid endurheimti toppsætið daginn eftir. Real Madrid hefur verið á frábæru skriði að undanförnu, unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 30. janúar. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu standa Madrídingar vel að vígi í baráttunni um tvo stærstu titlana sem þeir eiga möguleika á, spænska meistaratitlinum og Evrópumeistaratitlinum. Real Madrid er með meirapróf í erfiðum leikjum í Meistaradeildinni og það er engin tilviljun að liðið hefur unnið hana fjórum sinnum síðan 2014. Magnaður Kroos Líkt og í fyrri leiknum verða Madrídingar án miðvarðanna Raphaëls Varane og Sergios Ramos í kvöld. Þeir eru báðir með kórónuveiruna og Ramos er meiddur í þokkabót. Éder Militao og Nacho hafa staðið vaktina í síðustu tveimur leikjum Real Madrid og gert það vel. Þeir litu allavega mun betur út en miðvarðapar Liverpool, sem samanstóð af Nathaniel Phillips og Ozan Kabak, í fyrri leiknum. Miðverðir Real Madrid fengu líka góða hjálp frá þremenningunum á miðju Real Madrid, þeim Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos, í fyrri leiknum. Þeir hafa spilað einstaklega vel í undanförnum leikjum, sérstaklega Kroos sem lagði upp mark í fyrri leiknum gegn Liverpool og skoraði svo gegn Barcelona. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Borussia Dortmund og Manchester City á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira