Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson tímabundið Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 11:20 Tæplega sjö milljónir manna hafa fengið bóluefni Johnson & Johnson í Bandaríkjunum. AP/Rogelio V. Solis Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum ætla að kalla eftir því að hlé verði gert á notkun bóluefnis Johnsons & Johnson vegna blóðtappatilfella sem hafa greinst. Alríkið mun hætta notkun bóluefnisins um tíma og einstök ríki hvött til þess að gera hið sama. Þetta kemur fram í frétt New York Times þar sem segir að minnst sex konur á aldrinum 18 til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra sé dáin og önnur sé á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Ákvörðunin hefur verið staðfest opinberlega, samkvæmt frétt CNN. Miðillinn vísar í tilkynningu frá yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og Lyfjaeftirlitsins þar sem segir að blóðtappatilfellin séu sjaldgæf en alvarleg. Sjö milljónir þegar bólusettar með J&J Nærri því sjö milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið bóluefni J&J og níu milljónir skammta til viðbótar hafa verið sendir út til ákveðinna ríkja. Hlé þetta verður notað til að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við áðurnefnda blóðtappa og hvort halda eigi notkun bóluefnisins áfram. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá ráðgjafanefnd Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mun fara fram á morgun. Langflestir Bandaríkjamenn hafa verið bólusettir með bóluefnum frá Pfizer-BioNTech og Moderna. Þau bóluefni eru í tveimur skömmtum og hafa ekki komið upp sambærileg mál varðandi þau og eru um 23 milljónir skammta framleiddir á viku í Bandaríkjunum. Svipað mál hefur komið upp í Evrópu í tengslum við bóluefni AstraZeneca og Oxford en það bóluefni hefur ekki verið samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum. Aðeins þarf að taka einn skammt af bóluefni J&& auk þess sem auðveldara er að flytja og geyma bóluefni J&J. Ríkisstjórn Joe Bidens hafði bundið vonir við að geta bólusett hundruð þúsunda með bóluefninu í hverri viku. Ríkisstjórnin hefur heitið því að bólusetja alla fullorðna Bandaríkjamenn fyrir lok næsta mánaðar og óljóst er hvort þessi ákvörðun muni hafa áhrif á þá áætlun. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt New York Times þar sem segir að minnst sex konur á aldrinum 18 til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra sé dáin og önnur sé á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Ákvörðunin hefur verið staðfest opinberlega, samkvæmt frétt CNN. Miðillinn vísar í tilkynningu frá yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og Lyfjaeftirlitsins þar sem segir að blóðtappatilfellin séu sjaldgæf en alvarleg. Sjö milljónir þegar bólusettar með J&J Nærri því sjö milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið bóluefni J&J og níu milljónir skammta til viðbótar hafa verið sendir út til ákveðinna ríkja. Hlé þetta verður notað til að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við áðurnefnda blóðtappa og hvort halda eigi notkun bóluefnisins áfram. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá ráðgjafanefnd Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mun fara fram á morgun. Langflestir Bandaríkjamenn hafa verið bólusettir með bóluefnum frá Pfizer-BioNTech og Moderna. Þau bóluefni eru í tveimur skömmtum og hafa ekki komið upp sambærileg mál varðandi þau og eru um 23 milljónir skammta framleiddir á viku í Bandaríkjunum. Svipað mál hefur komið upp í Evrópu í tengslum við bóluefni AstraZeneca og Oxford en það bóluefni hefur ekki verið samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum. Aðeins þarf að taka einn skammt af bóluefni J&& auk þess sem auðveldara er að flytja og geyma bóluefni J&J. Ríkisstjórn Joe Bidens hafði bundið vonir við að geta bólusett hundruð þúsunda með bóluefninu í hverri viku. Ríkisstjórnin hefur heitið því að bólusetja alla fullorðna Bandaríkjamenn fyrir lok næsta mánaðar og óljóst er hvort þessi ákvörðun muni hafa áhrif á þá áætlun.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira