Fótbolti

Þrír breskir Kórdrengir

Sindri Sverrisson skrifar
Þrír nýjustu leikmenn Kórdrengja. Frá vinstri: Nathan Dale, Connor Simpson og Conner Rennison.
Þrír nýjustu leikmenn Kórdrengja. Frá vinstri: Nathan Dale, Connor Simpson og Conner Rennison. @kordrengir

Nýliðar Kórdrengja hafa styrkt sig fyrir komandi átök á sinni fyrstu leiktíð í Lengjudeildinni í fótbolta.

Kórdrengir hafa samið við þrjá unga, breska leikmenn um að spila með liðinu í sumar. Þeir eru komnir til landsins og eru í sóttkví.

Um er að ræða miðvörð, miðjumann og framherja.

Framherjinn heitir Connor Simpson og er heilir 196 sentímetrar að hæð. Hann hefur verið á mála hjá félögum í B-, C- og D-deild Englands, og hjá Cork City í írsku úrvalsdeildinni.

Miðjumaðurinn er hinn 18 ára gamli Conner Rennison sem kemur úr Hartlepool United akademíunni.

Varnarmaðurinn er svo hinn 21 árs gamli Nathan Dale sem ólst upp hjá Middlesbrough og æfði þar meðal annars með aðalliðinu. Hann getur leikið sem miðvörður, vinstri bakvörður eða aftasti miðjumaður.

Kórdrengir hafa samið við þrjá breska leikmenn sem nú þegar eru komnir til landsins og eru í sóttkví....

Posted by Kórdrengir on Mánudagur, 12. apríl 2021

Kórdrengir fengu í febrúar Heiðar Helguson, íþróttamann ársins 2011, sem aðstoðarþjálfara. Hann er því Davíð Smára Lamude til fulltingis.

Áætlað er að fyrsti leikur Kórdrengja í Lengjudeildinni verði gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ föstudagskvöldið 7. maí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.