Fótbolti

Sjáðu mörkin sem settu allt í uppnám í titilbaráttunni á Spáni

Sindri Sverrisson skrifar
Cristian Tello skorar jöfnunarmark Real Betis gegn Atlético Madrid.
Cristian Tello skorar jöfnunarmark Real Betis gegn Atlético Madrid. Getty/Fran Santiago

Spennan er rosaleg í baráttunni um spænska meistaratitilinn í fótbolta eftir leiki helgarinnar. Atlético Madrid, Real Madrid og Barcelona berjast um titilinn og eiga átta umferðir eftir.

Atlético hefur kastað frá sér öruggu forskoti á toppi deildarinnar og er aðeins stigi á undan Real Madrid, eftir 1-1 jafntefli við Real Betis í gær. Yannick Carrasco kom Atlético yfir en Tello jafnaði metin á 20. mínútu. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Klippa: Mörk Real Betis og Atlético

Real komst á toppinn í stutta stund með 2-1 sigrinum gegn Barcelona sem er tveimur stigum frá toppnum. Karim Benzema og Toni Kroos skoruðu mörk Real en Óscar Mingueza minnkaði muninn.

Klippa: Mörkin úr El Clásico

Nú þegar liðin eiga átta leiki eftir hvert horfa margir til leiksins á milli Barcelona og Atlético á Camp Nou laugardaginn 8. maí. Sá leikur gæti ráðið miklu í titilbaráttunni.

Leikirnir sem liðin eiga eftir

Atletico Madrid: Eibar (h), Huesca (h), Athletic Bilbao (ú), Elche (ú), Barcelona (ú), Real Sociedad (h), Osasuna (h), Real Valladolid (ú).

Real Madrid: Getafe (ú), Cádiz (ú), Real Betis (h), Osasuna (h), Sevilla (h), Granada (ú), Athletic Bilbao (ú), Villarreal (h).

Barcelona: Getafe (h), Villarreal (ú), Granada (h), Valencia (ú), Atlético Madrid (h), Levante (ú), Celta Vigo (h), Eibar (ú).

Real Madrid þarf einnig að huga að Meistaradeild Evrópu en þar er liðið í ágætri stöðu gegn Liverpool eftir 3-1 sigur í fyrri leik liðanna. Liðin mætast á Englandi á miðvikudagskvöld.

Börsungar eiga einnig möguleika á tveimur titlum á þessari leiktíð. Þeir leika úrslitaleik spænska bikarsins gegn Athletic Bilbao á laugardaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.