„Vorum miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2021 14:00 Glódís Perla Viggósdóttir í leik Íslands og Ítalíu í Coverciano í fyrradag. getty/Gabriele Maltinti Glódís Perla Viggósdóttir fagnar breyttum leikstíl íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar þar sem meiri áhersla er lögð á að halda boltanum. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í fyrsta leiknum undir stjórn Þorsteins á laugardaginn. Íslenska liðið hélt boltanum vel í leiknum eins og ætlunin var. „Við erum búnar að fara yfir nýjar áherslur sem þjálfarateymið er að koma með inn. Eins og mikið hefur verið rætt er mikil áhersla á að vilja vera með boltann og skapa okkar eigin færi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag. „Þótt við höfum ekki skapað neitt rosalega mikið af færum í leiknum fannst mér við samt vera miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður. Ég var mjög ánægð að sjá það. En þetta var bara fyrsti leikur og það verður mjög gaman að sjá þann næsta.“ Þurfum að fylgja þróun fótboltans Glódís er afar vel spilandi og segir að þessi breyting á leikstíl íslenska liðsins henti sér vel. „Klárlega, ég held líka að þetta sé eitthvað sem er mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Næsta skref fyrir okkur er að geta bæði stjórnað leikjum með og án bolta. Og þannig er fótboltinn að þróast og við þurfum að fylgja þeirri þróun. Ég held við séum með hóp sem getur gert það,“ sagði Glódís. Óhræddar að vera með boltann og stýra leiknum Þorsteinn kvaðst nokkuð sáttur með hvernig áherslubreytingarnar skiluðu sér inni á vellinum gegn Ítalíu í fyrradag. Hann hefði þó viljað ógna marki ítalska liðsins meira. „Við héldum boltanum vel. Það voru leiðir sem við gátum farið en náðum kannski ekki að nýta. Við hefðum alveg getað opnað þær betur en þetta er fyrsti leikur og kannski ekki hægt að troða öllu inn. En það var jákvætt að við vorum óhræddar að vera með boltann og óhræddar að stýra leiknum,“ sagði Þorsteinn. „Þegar við töpuðum boltanum vorum við þéttar til baka, opnuðum okkur lítið og gáfum fá færi á okkur. Það voru jákvæðir punktar, bæði í sókn og vörn.“ Þorsteinn Halldórsson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.getty/Gabriele Maltinti Þótt Þorsteinn vilji sjá íslenska liðið halda boltanum vel segir hann að það velti oft á andstæðingunum hvernig leikirnir verði. Verðum lítið með boltann í einhverjum leikjum „Þetta er eins og við viljum spila, að við þorum að vera með boltann og við séum ekki bara að verjast. Við verðum að vilja vera með boltann, vilja stýra leikjum, vera þolinmóðar og bíða eftir tækifærunum með ákveðnum hlaupum og hreyfingum,“ sagði Þorsteinn. „Svona vil ég að við spilum þetta en auðvitað gerum við okkur grein fyrir að það fer alltaf eftir andstæðingum. Ítalska liðið er gott og verður sennilega enn sterkara á morgun. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að í einhverjum leikjum verðum við lítið við boltann. En það skiptir samt máli að þú þorir að vera með hann þegar þú færð tækifæri til.“ Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40. EM 2021 í Englandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í fyrsta leiknum undir stjórn Þorsteins á laugardaginn. Íslenska liðið hélt boltanum vel í leiknum eins og ætlunin var. „Við erum búnar að fara yfir nýjar áherslur sem þjálfarateymið er að koma með inn. Eins og mikið hefur verið rætt er mikil áhersla á að vilja vera með boltann og skapa okkar eigin færi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag. „Þótt við höfum ekki skapað neitt rosalega mikið af færum í leiknum fannst mér við samt vera miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður. Ég var mjög ánægð að sjá það. En þetta var bara fyrsti leikur og það verður mjög gaman að sjá þann næsta.“ Þurfum að fylgja þróun fótboltans Glódís er afar vel spilandi og segir að þessi breyting á leikstíl íslenska liðsins henti sér vel. „Klárlega, ég held líka að þetta sé eitthvað sem er mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Næsta skref fyrir okkur er að geta bæði stjórnað leikjum með og án bolta. Og þannig er fótboltinn að þróast og við þurfum að fylgja þeirri þróun. Ég held við séum með hóp sem getur gert það,“ sagði Glódís. Óhræddar að vera með boltann og stýra leiknum Þorsteinn kvaðst nokkuð sáttur með hvernig áherslubreytingarnar skiluðu sér inni á vellinum gegn Ítalíu í fyrradag. Hann hefði þó viljað ógna marki ítalska liðsins meira. „Við héldum boltanum vel. Það voru leiðir sem við gátum farið en náðum kannski ekki að nýta. Við hefðum alveg getað opnað þær betur en þetta er fyrsti leikur og kannski ekki hægt að troða öllu inn. En það var jákvætt að við vorum óhræddar að vera með boltann og óhræddar að stýra leiknum,“ sagði Þorsteinn. „Þegar við töpuðum boltanum vorum við þéttar til baka, opnuðum okkur lítið og gáfum fá færi á okkur. Það voru jákvæðir punktar, bæði í sókn og vörn.“ Þorsteinn Halldórsson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.getty/Gabriele Maltinti Þótt Þorsteinn vilji sjá íslenska liðið halda boltanum vel segir hann að það velti oft á andstæðingunum hvernig leikirnir verði. Verðum lítið með boltann í einhverjum leikjum „Þetta er eins og við viljum spila, að við þorum að vera með boltann og við séum ekki bara að verjast. Við verðum að vilja vera með boltann, vilja stýra leikjum, vera þolinmóðar og bíða eftir tækifærunum með ákveðnum hlaupum og hreyfingum,“ sagði Þorsteinn. „Svona vil ég að við spilum þetta en auðvitað gerum við okkur grein fyrir að það fer alltaf eftir andstæðingum. Ítalska liðið er gott og verður sennilega enn sterkara á morgun. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að í einhverjum leikjum verðum við lítið við boltann. En það skiptir samt máli að þú þorir að vera með hann þegar þú færð tækifæri til.“ Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira