Fótbolti

Mikael á skotskónum í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikael Neville Anderson

Mikael Neville Anderson skoraði eitt marka Midtjylland í sigri á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Mikael hóf leik á varamannabekk Midtjylland en kom inn af bekknum á 25.mínútu fyrir Frank Onyeka sem hafði komið Midtjylland í forystu tíu mínútum áður. 

Fyrrum leikmaður Stjörnunnar, Alexander Scholz, tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu á 53.mínútu en Patrick Mortensen minnkaði muninn fyrir AGF á 61.mínútu og í kjölfarið var Jóni Degi Þorsteinssyni skipt inná í liði AGF.

AGF tókst hins vegar ekki að snúa leiknum sér í hag og Mikael gerði út um leikinn þegar hann kom Midtjylland í 1-3 á 84.mínútu. Evander Ferreira gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 89.mínútu.

Lokatölur 1-4 fyrir Midtjylland. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.