Fótbolti

Ari Freyr skoraði glæsimark í endurkomunni til Svíþjóðar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. TF-Images/Getty Images

Ari Freyr Skúlason stimplaði sig inn í sænska boltann með glæsibrag þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Norrköping í dag.

Ari Freyr kom Norrköping í forystu gegn Sirius með glæsilegu skoti eins og sjá má neðar í fréttinni. Ari gekk til liðs við félagið frá Belgíu fyrir tímabilið en sænska úrvalsdeildin hófst nú um helgina.

Markið dugði þó ekki til sigurs því Sirius tókst að jafna metin áður en yfir lauk. Ari Freyr lék allan leikinn en Finnur Tómas Pálmason sat allan tímann á varamannabekk Norrköping. Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki í leikmannahópi liðsins.

Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Hacken og lék fyrstu 89 mínúturnar í 0-1 tapi fyrir Halmstad. Annar Íslendingur, Óskar Sverrisson, kom inná fyrir Valgeir og lék síðustu mínútur leiksins.

Í Danmörku stóð Hjörtur Hermannsson vaktina í vörn Bröndby í 1-3 tapi fyrir FCK.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.