Hrafnslaupur upp í byggingakrana á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2021 20:07 Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og mikill áhugamaður um hrafna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Krummapar á Selfossi hefur heldur betur komið á óvart með varpstað því þau hafa búið til laup hátt upp í byggingakrana í bænum. Fuglafræðingur segir hrafninn einn gáfaðasta fugl, sem fyrirfinnst. Byggingakraninn gnæfir yfir í iðnaðarhverfi á Selfossi og engin að spá í því. En þegar nánar er skoðað er mjög merkilegur hlutur í krananum en það er hrafnslaupur, sem krummapar hefur útbúið á síðustu vikum áður en kemur að varpi. „Þetta er afar sérstakur staður, þetta þurfa hrafnarnir í Flóanum að nýta sér, hér er endalaus flatneskja. Þeir hafa ekki varpstaði þannig að þeir hafa gripið til ráðs að nýta sér óhefðbundna staði,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. En úr hverju eru laupurinn gerður? „Þeir eru bara að safna saman sprekum, gaddavír og öllu mögulegu. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hreiðurefnið hjá þeim. Svo fóðra þeir laupinn með ull. Eggin eru frekar lítil miðað við stærð fuglsins, þannig að það þarf að vera mjúkur botn, þetta er alveg meistaralega byggt.“ Laupurinn, sem er staðsettur hátt upp í byggingakrana á Selfossi þar sem hrafnsparið væntir þess að fá frið til að liggja á eggjunum og hugsa síðan um ungana sína þegar þar að kemur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann Óli segir að hrafninn sé með allra vitrustu fuglum. „Já, hann er náttúrulega mjög gáfaður, þetta eru með alskörpustu fuglum. Hann getur hermt eftir, hann er stríðin og það er mikill ærsli og leikur í þeim oft þegar þeir fljúga um og kankast á. Það er bara svo margt í hegðun þeirra og atferli, sem gaman er að fylgjast með og gerir þá með skemmtilegustum fuglum.“ Það er ekki nóg með að Jóhann Óli sé heillaður af hrafninum því hann er líka góður að herma eftir krumma. Árborg Fuglar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Byggingakraninn gnæfir yfir í iðnaðarhverfi á Selfossi og engin að spá í því. En þegar nánar er skoðað er mjög merkilegur hlutur í krananum en það er hrafnslaupur, sem krummapar hefur útbúið á síðustu vikum áður en kemur að varpi. „Þetta er afar sérstakur staður, þetta þurfa hrafnarnir í Flóanum að nýta sér, hér er endalaus flatneskja. Þeir hafa ekki varpstaði þannig að þeir hafa gripið til ráðs að nýta sér óhefðbundna staði,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. En úr hverju eru laupurinn gerður? „Þeir eru bara að safna saman sprekum, gaddavír og öllu mögulegu. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hreiðurefnið hjá þeim. Svo fóðra þeir laupinn með ull. Eggin eru frekar lítil miðað við stærð fuglsins, þannig að það þarf að vera mjúkur botn, þetta er alveg meistaralega byggt.“ Laupurinn, sem er staðsettur hátt upp í byggingakrana á Selfossi þar sem hrafnsparið væntir þess að fá frið til að liggja á eggjunum og hugsa síðan um ungana sína þegar þar að kemur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann Óli segir að hrafninn sé með allra vitrustu fuglum. „Já, hann er náttúrulega mjög gáfaður, þetta eru með alskörpustu fuglum. Hann getur hermt eftir, hann er stríðin og það er mikill ærsli og leikur í þeim oft þegar þeir fljúga um og kankast á. Það er bara svo margt í hegðun þeirra og atferli, sem gaman er að fylgjast með og gerir þá með skemmtilegustum fuglum.“ Það er ekki nóg með að Jóhann Óli sé heillaður af hrafninum því hann er líka góður að herma eftir krumma.
Árborg Fuglar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira