Fótbolti

Bæjarar misstigu sig á heimavelli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hansi Flick hvíldi lykilmenn í dag.
Hansi Flick hvíldi lykilmenn í dag. vísir/getty

RB Leipzig tókst að saxa á forystu Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Bayern Munchen fékk Union Berlin í heimsókn og var augljóst að Hansi Flick, stjóri Bayern, var með hugann við leikinn gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í komandi viku þar sem hann stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum í dag.

Ungstirnið Jamal Musiala kom Bayern í forystu á 68.mínútu og virtist það ætla að duga til sigurs en á 86.mínútu jafnaði Marcus Ingvartsen metin fyrir gestina frá Berlin. Þar við sat og lokatölur 1-1.

Á sama tíma vann RB Leipzig stórsigur á Werder Bremen á útivelli þar sem norski sóknarmaðurinn Alexander Sörloth gerði tvö mörk í 1-4 sigri Leipzig sem er nú fimm stigum á eftir Bayern þegar sex umferðir eru eftir af mótinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.