Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2021 10:10 Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Myndin er úr safni. Vilhelm Gunnarsson Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Sprungan sást á vefmyndavélum en ekki var unnt að staðfesta að um nýja sprungu væri að ræða fyrr en í birtingu í morgun. „Þessi nýja sprunga opnaðist nær miðja vegu milli þeirra sprungu sem opnaðist 5. apríl og þeirrar sprungu sem opnaðist á miðnætti aðfaranótt 7. apríl,“ sagði Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það var komið hraun yfir þetta svæði frá sprungunni sem er þarna lengst í norðri, en þetta kemur upp í gegnum hraunið.“ Hraunið frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali. „Það sameinast hrauntaumi sem kemur frá gígnum sem opnaðist annan í páskum og sameinast þeim hrauntaumi sem rennur niður í Geldingadali.“ „Þetta er þessi sviðsmynd sem við vorum búin að gera okkur í hugarlund um að gæti gerst. Að það myndu opnast nýjar sprungur og það eru að opnast hér sprungur liggur við annan hvern dag. Þetta er bara virkni sem við verðum að fylgjast með. Það getur verið að það sé einhver smá aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan sem er undir yfirborðinu en við þurfum bara að bíða og sjá hvað setur,“ sagði Salóme. Salóme segir sprungurnar allar hafa opnast innan hættusvæðis. „Þetta er undir nýju hrauni þannig að það hefði enginn staðið á þessum blett nákvæmlega en það breytir ekki þeirri viðvörun sem við höfum á svæðinu að það gætu opnast sprungur, jafnvel fyrir norðan nyrstu sprunguna þannig að það ber að hafa varúð og gætur á þessu og passa sig þegar maður er að skoða eldgosið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Sjá meira
Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Sprungan sást á vefmyndavélum en ekki var unnt að staðfesta að um nýja sprungu væri að ræða fyrr en í birtingu í morgun. „Þessi nýja sprunga opnaðist nær miðja vegu milli þeirra sprungu sem opnaðist 5. apríl og þeirrar sprungu sem opnaðist á miðnætti aðfaranótt 7. apríl,“ sagði Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það var komið hraun yfir þetta svæði frá sprungunni sem er þarna lengst í norðri, en þetta kemur upp í gegnum hraunið.“ Hraunið frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali. „Það sameinast hrauntaumi sem kemur frá gígnum sem opnaðist annan í páskum og sameinast þeim hrauntaumi sem rennur niður í Geldingadali.“ „Þetta er þessi sviðsmynd sem við vorum búin að gera okkur í hugarlund um að gæti gerst. Að það myndu opnast nýjar sprungur og það eru að opnast hér sprungur liggur við annan hvern dag. Þetta er bara virkni sem við verðum að fylgjast með. Það getur verið að það sé einhver smá aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan sem er undir yfirborðinu en við þurfum bara að bíða og sjá hvað setur,“ sagði Salóme. Salóme segir sprungurnar allar hafa opnast innan hættusvæðis. „Þetta er undir nýju hrauni þannig að það hefði enginn staðið á þessum blett nákvæmlega en það breytir ekki þeirri viðvörun sem við höfum á svæðinu að það gætu opnast sprungur, jafnvel fyrir norðan nyrstu sprunguna þannig að það ber að hafa varúð og gætur á þessu og passa sig þegar maður er að skoða eldgosið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Sjá meira